Fjöl­skyldu­dag­skrá

Börnin að leik í Hörpu

Harpa leggur ríka áherslu á barna- og fjölskyldumenningu og býður upp á fjölskyldudagskrá sem er aðgengileg öllum börnum, gestum að kostnaðarlausu.

Harpa vill ná til allra barna til að sýna þeim að þau eigi sér stað í Hörpu og geti notið menningar og lista, auk þess að skapa sjálf.

Í dagskrárstefnu Hörpu fyrir börn og fjölskyldur er áhersla sett á að aðlaga viðburði að börnum og fjölskyldum af ólíkum uppruna og með ólíkar þarfir. Lögð er áhersla á þátttöku, upplifun, fræðslu, fjölbreytni og fjölmenningu í viðburðum. Markmiðið er að tengjast mismunandi hópum samfélagsins. Er það til dæmis gert með túlkun á mismunandi tungumálum eða beinni þátttöku barna frá ólíkum leik-, grunn- og tónlistarskólum.

Dagskrá starfsársins 2025-2026

Í vetur býður Harpa upp á litríka og lifandi fjölskyldudagskrá þar sem tónlist og sköpun eru í forgrunni. Á dagskránni eru yfir tuttugu fjölbreyttir viðburðir fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra. Unnið er með alls kyns tónlistarstíla – allt frá klassík og djassi yfir í samtímatónlist, hipphopp, kvikmyndatónlist og tónlist frá ólíkum heimshlutum. Börn fá að hlusta, læra, dansa, syngja, skapa og njóta.

Viðburðirnir eru sniðnir að mismunandi aldurshópum, en margir þeirra eru sérstaklega hannaðir til að njóta saman sem fjölskylda. Heimstónlist í Hörpu fær sérstakan sess í vetur með mánaðarlegum viðburðum sem leiða að heimstónlistarhátíð í júní 2026.

Allir viðburðir eru ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Söng­stund með Maxímús Músíkús 1- 6 ára

Ingibjörg Fríða leiðir börn og fjölskyldur í stórskemmtilega og lifandi söngstund þar sem sungin verða ýmis þekkt og skemmtileg barnalög. Maxímús Músíkús lætur sig ekki vanta og tekur þátt í gleðinni með sínum fjöruga hætti!

a drawing of a mouse dancing with music notes in the background

Skoð­un­ar­ferðir um Hörpu með Maxímús Músíkús 5-12 ára

Ingibjörg Fríða leiðir spennandi skoðunarferð fyrir börn á aldrinum 5–12 ára í fylgd fullorðinna, þar sem leitin að Maxímús Músíkús stendur yfir. Við könnum ýmsa sali, króka og kima Hörpu og skoðum hvort þetta séu góðir staðir fyrir litla mús að búa á – enda er Maxímús Músíkús langminnsti íbúi sem skráður er til heimilis í Hörpu. Ferðin tekur um 30 mínútur og endar í barnarýminu Hljóðhimnum á fyrstu hæð.

a poster that says skodunarferd med maximus musik

Heims­tónlist í Hörpu: Tónlist frá Mið- og Suður-A­m­eríku - Allur aldur

Heimstónlist í Hörpu er ný viðburðaröð í fjölskyldudagskrá Hörpu þar sem gestir fá að kynnast tónlist og menningu frá ólíkum heimshlutum með lifandi tónlistarflutningi, þátttöku og upplifun. Hljómsveitin Los Bomboneros hefur sérhæft sig í tónlist frá Mið- og Suður-Ameríku, ásamt eigin tónlist. Þau hafa notið mikilla vinsælda og tónleikar þeirra breytast oft í líflegt og funheitt danspartý!

Image

Heims­tónlist í Hörpu: Tónlist frá Vest­ur-A­fríku - Allur aldur

Heimstónlist í Hörpu er ný viðburðaröð í fjölskyldudagskrá Hörpu þar sem gestir fá að kynnast tónlist og menningu frá ólíkum heimshlutum með lifandi tónlistarflutningi, þátttöku og upplifun. Dansarar og trommarar frá Dans Afríka Iceland og hljómsveitin Barakan band leiða gesti inn í töfrandi heim afrískra slagverkshljóða og dillandi takta.

a group of people are dancing in front of a yellow background

Plötu­snúð­anám­skeið með Sunnu Ben og Silju Glømmi 11-15 ára

Hefur þig alltaf dreymt um að læra að vera plötusnúður? Nú er tækifærið þitt! Plötusnúðarnir Sunna Ben og Silja Glømmi kenna krökkum grunnatriðin – hvernig á að mixa lög, lesa stemninguna og skapa fullkomið partý andrúmsloft! Aldur 11-15 ára.

a woman is sitting at a table with a laptop on it .

Bambaló – Tónlist­ar­stund fyrir yngstu börnin 1-5 ára

Fjölskyldudagskrá Hörpu í samstarfi við Bókamessu bjóða uppá dásamlega tónlistarstund fyrir yngstu börnin og foreldra þar sem tónlist, samvera og skynjun fléttast saman í notalega upplifun. Viðburðurinn er í tilefni útgáfu tónlistarbókarinnar Bambaló: Fyrstu lögin okkar eftir Sigrúnu Harðardóttur og Linn Janssen. Stundin er sérstaklega hönnuð fyrir börn á aldrinum 1–5 ára – róleg, hlý og full af tónlistartöfrum.

a bear is playing a violin in a band with other animals .

Jóla­stund fjöl­skyld­unnar í Hörpu - Allur aldur

Harpa býður börnum og fjölskyldum í hlýlega og notalega jólastund í Hörpuhorni. Það verður dansað í kringum jólatréð, sungið með Barnakórnum við tjörnina, föndrað með Þykjó og Eyjólfur Eyjólfsson ásamt langspilshópi kynna þetta einstaka íslenska hljóðfæri sem nú á sitt eigið heimili í Hljóðhimnum, tónlistarrými barna í Hörpu. Auðvitað lætur Maxímús Músíkús sig ekki vanta, hann mætir í jólaskapi! Gestir geta komið og farið þegar þeim hentar, viðburðurinn er opinn frá 11–14.

a mouse wearing a santa hat is standing in front of a christmas tree

Jazz Hrekkur – Tónleika­dag­skrá fyrir fjöl­skyldur 5-12 ára

Tónleikadagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem reiddir verða fram jazztónar byggðir á þjóðtrú um að á tímamótum verði skilin milli mannheima og heima hins yfirnáttúrulega óljós – álfar, huldufólk og uppvakningar birtast. Söngkonan Ingibjörg Fríða Helgadóttir, píanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir og kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson sem fræða börnin um jazztónlist. Tónlistin er samin af Leifi Gunnarssyni og tónleikagestir mega búast við fjörugum og fræðandi tónleikum þar sem boðið verður upp á virka þátttöku í gegnum söng, klapp og dans. Al

a poster for jazzhrekkur shows a man holding a guitar

Hljóðbað í Hörpu 4-14 ára

Margar fjölskyldur hafa það fyrir sið að fara í sund á sunnudögum en nú gefst þeim tækifæri til að breyta svolítið til og skella sér í hljóðbað í Hörpu! Fjölskyldudagskrá Hörpu býður í samvinnu við Myrka Músíkdaga upp á opna tónlistarsmiðju fyrir börn og fjölskyldur þar sem þeim gefst tækifæri til að baða sig í tónlist, leika sér með hljóð og tóna og útbúa sín eigin hljóðfæri. Smiðjan er opin öllum fjölskyldum og hægt er að koma og fara eins og hverjum og einum hentar. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

a girl with the letter a on her shirt

Hipp­hopp dans­veisla - Allur aldur

Dans Brynju Péturs, í samstarfi við Fjölskyldudagskrá Hörpu, býður til kraftmikillar street dansveislu í Flóa á jarðhæð Hörpu, sunnudaginn 15. febrúar. Viðburðurinn sameinar danssýningu og danskennslu þar sem hæfileikaríkur hópur dansara fyllir rýmið af sprúðlandi orku, gleði og takti – og gestir eru hvattir til að taka þátt! Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

a group of people are dancing and one of them has a shirt that says dance better

Heims­tónlist í Hörpu: Tónlist frá Aust­ur-Asíu - Allur aldur

Heimstónlist í Hörpu er viðburðaröð í fjölskyldudagskrá Hörpu þar sem gestir fá að kynnast tónlist og menningu ólíkra heimshluta í gegnum lifandi flutning, þátttöku og samveru.Á þessum þriðja viðburði í röðinni fræðast gestir um tónlist frá Austur-Asíu, með áherslu á Kína, Japan og Mongólíu. Við kynnumst nýjum hljóðfærum, lærum lög og fáum tækifæri til að taka virkan þátt í gleðinni. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

a man in a traditional costume is playing a musical instrument in front of a microphone .

Kvik­mynda­tón­list: Tónar og tilfinn­ingar 10-16 ára

Skemmtilegur viðburður fyrir börn, unglinga og foreldra þar sem kvikmyndatónlistin er tekin til skoðunar í allri sinni fjölbreytni. Kvikmyndatónskáldið Einar Sveinn Tryggvason fræðir áhorfendur um mismunandi tegundir kvikmyndatónlistar og sýnir hljóð- og mynddæmi á skjávarpa. Hvaða áhrif hefur tónlistin sem hljómar í kvikmyndum á okkur? Hvernig breytist upplifunin þegar tónlistin breytist?

a man in a suit is sitting on a chair and smiling in a black and white photo .

Krakka­barokk í Eldborg 5-15 ára

Fjölskyldutónleikar þar sem Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk flytur fjölbreytta tónlist frá barokk- og endurreisnartímanum í félagi við tónlistarnemendur og kórsöngvara af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Á tónleikunum má heyra einleik, samleik og kórsöng með undirleik hátíðarhljómsveitar Krakkabarokks – glæsileg samverustund þar sem hinn ríki tónlistararfur fær að blómstra í höndum ungra og efnilegra flytjenda.

a group of children sitting on the floor with the words krakkabarokk baroque for kids

Dúó Stemma brokkar fyrir börnin 3-12 ára

Dúó Stemma leikur sér á óhefðbundinn hátt með íslensk þjóðlög frá tímum barokkmeistaranna og spilar á „barokkhljóðfæri“ Íslands, svo sem hrossakjálka, steina og skeljar. Dúóið skipa Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, sem hafa í mörg ár skapað skemmtileg og fræðandi tónlistarprógrömm fyrir yngri kynslóðina.

a woman holding a violin and a man holding a drum

Krakka-kammermús­ík­klúbburinn

Fjölskyldudagskrá Hörpu, í samstarfi við Kammermúsíkklúbbinn, býður upp á notalega kammertónleika í Kaldalóni þar sem ungir og efnilegir hljóðfæraleikarar stíga á svið og flytja fjölbreytta og aðgengilega efnisskrá. Áheyrendur fá jafnframt innsýn í heim kammertónlistarinnar með fróðleik um hljóðfærin, tónskáldin og tónlistarstílinn – með það að markmiði að dýpka skilning og auka áhuga ungra hlustenda. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

a large group of people are walking in a dark room

Söng­stund með Maxímús Músíkús 1-6 ára

Ingibjörg Fríða og Siggi leiða börn og fjölskyldur í stórskemmtilega og lifandi söngstund þar sem sungin verða ýmis þekkt og skemmtileg barnalög. Maxímús Músíkús lætur sig ekki vanta og tekur þátt í gleðinni með sínum fjöruga hætti! Söngstundin er tilvalin leið fyrir börn að njóta tónlistar, hreyfingar og samveru.

a poster with a mouse and the words songstund med maximus musiki

Sögu­stund með Maxa 4-12 ára

Í sögustund með Maxa fá áhorfendur að fylgjast með tónlistarævintýrum hinnar ástsælu músar Maxímúsar Músíkúsar, úr hinum vinsæla bókaflokki eftir Hallfríði Ólafsdóttur og Þórarinn Má Baldursson. Stundin er hlý, skemmtileg og tilvalin fyrir börn sem elska sögur, tónlist og töfra.

a drawing of a mouse with a hula hoop around its neck

Heims­tónlist í Hörpu: Mið- og Aust­ur-Evrópa - Allur aldur

Heimstónlist í Hörpu er viðburðaröð í fjölskyldudagskrá Hörpu þar sem gestir fá að kynnast tónlist og menningu ólíkra heimshluta í gegnum lifandi flutning, þátttöku og samveru. Á þessum fjórða viðburði raðarinnar dýfum við okkur í menningarheim Mið- og Austur-Evrópu, með áherslu á Pólland, Serbíu og Úkraínu. Við kynnumst nýjum hljóðfærum, lærum takta og stef og njótum tónlistarinnar saman í notalegri stund.

a large group of people are walking in a dark room

Heims­tón­list­ar­hátíð Hörpu - Allur aldur

Heimstónlistarhátíð Hörpu er uppskeruhátíð samnefndrar viðburðaraðar þar sem tónlist og menning frá ólíkum heimshlutum hefur verið í forgrunni allt starfsárið. Á hátíðinni verður sannkölluð hátíðarstemning í húsinu þegar gestir fá að upplifa tónlist frá Vestur-Afríku, Austur-Asíu, Mið- og Austur-Evrópu og Mið- og Suður-Ameríku, taka þátt í söng og dansi, skapa handverk innblásið af mismunandi menningarheimum og smakka mat frá ýmsum löndum.

a large group of people are walking in a dark room

Vinsamlega athugið að hér fyrir neðan birtast allir viðburðir fyrir börn og fjölskyldur sem haldnir eru í Hörpu. Harpa leigir einnig út sali til viðburðahaldara og eru þeir viðburðir ekki hluti af fjölskyldudagskrá Hörpu. Viðburðir á vegum Hörpu eru ókeypis og eru sérstaklega merktir Fjölskyldudagskrá Hörpu.

Hljóð­himnar barna­rými

Hljóðhimnar er upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur þeirra, staður til að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna. Hægt er að setja sig í stellingar hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, kíkja inn í músaholur Maxímús Músíkús, sigla um með Tónstýri Stórsveitar Reykjavíkur eða hringja í óperusíma. Í Hljóðhimnum slær hjarta barnamenningar í Hörpu. Rýmið er aðgengilegt gestum á opnunartíma hússins og aðgangur frír.

a large yellow cheese shaped wall with holes in it is in a building .