Börn og Fjölskyldan, Leikhús
Verð
4.950 kr
Tímabil
28. september - 27. desember
Salur
Kaldalón
Einar Áskell er ósköp venjulegur strákur sem býr með pabba sínum í úthverfi, einhvers staðar í heiminum. Hann er ekki stór. Hann er ekki sterkur. En hann er hugrakkari en þú heldur! Bækurnar 26 um Einar Áskel, eða Alfons Åberg eins og hann heitir á sænsku, eru skrifaðar og myndskreyttar af Gunillu Bergström og hafa verið gefnar út á 45 tungumálum og selst í tæplega 20 milljónum eintaka.
Nú loksins gefst íslenskum leikhúsgestum á öllum aldri, einstakt tækifæri að njóta feðganna á leiksviði í glænýrri íslenskri leikgerð byggð á tveimur af þekktustu bókunum úr bókaflokknum sívinsæla.
Það er kominn morgunn og Einar Áskell þarf að drífa sig í skólann. En fyrst ætlar hann bara að klæða dúkkuna sína, laga bílinn, kíkja í stóru dýrabókina og... Er hann ef til vill að flýta sér of mikið og gera of mikið í einu? Inni í eldhúsi fer pabbi með spakmæli um að best sé að gera einn hlut í einu. En þegar á hólminn er komið, hver er það þá sem gerir of mikið í einu?
Sýningin er um það bil 40 mínútur að lengd og án hlés. Hentar vel fyrir börn frá þriggja ára aldri.
Leiksýningin Engan asa, Einar Áskell, er byggð á bókunum Engan asa, Einar Áskell og Flýttu þér, Einar Áskell eftir Gunillu Bergström.
Leikarar: Elísabet Skagfjörð og Vilhjálmur B. Bragason
Íslensk leikgerð og leikstjórn: Sara Marti Guðmundsdóttir
Leikmynd, leikmunir og búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir
Tónlist: Georg Riedel
Útsetningar og tónlistarstjórn: Stefán Örn Gunnlaugsson
Myndband: Usman Naveed
Leikmyndasmíði: Auður Ösp Guðmundsdóttir og Guðni Guðmundsson
Sýningarkeyrsla: Haukur Bjarnason og Óðinn Ragnarsson
Framleiðandi: Daldrandi
Uppfærslan er gerð í samvinnu við erfingja Gunillu Bergström.
Réttur: Bokmakaren AB
Viðburðahaldari
Daldrandi
Miðaverð er sem hér segir
A
4.950 kr.
Dagskrá
sunnudagur 28. september - 13:00
laugardagur 4. október - 12:00
laugardagur 4. október - 14:00
laugardagur 11. október - 13:00
laugardagur 11. október - 15:00
sunnudagur 26. október - 13:00
sunnudagur 26. október - 15:00
sunnudagur 9. nóvember - 13:00
sunnudagur 9. nóvember - 15:00
sunnudagur 16. nóvember - 13:00
sunnudagur 16. nóvember - 15:00
laugardagur 22. nóvember - 13:00
sunnudagur 30. nóvember - 13:00
laugardagur 13. desember - 13:00
Kaldalón er salur staðsettur á fyrstu hæð Hörpu, norðan megin í húsinu. Hann hentar mjög vel fyrir allar tegundir tónleika, leiksýningar, ráðstefnur, fundi og listviðburði.
Næstu viðburðir í Kaldalóni