Börn og Fjölskyldan, Leikhús

Event poster

Engan asa, Einar Áskell

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.950 kr

Tímabil

28. september - 27. desember

Salur

Kaldalón

Einar Áskell er ósköp venjulegur strákur sem býr með pabba sínum í úthverfi, einhvers staðar í heiminum. Hann er ekki stór. Hann er ekki sterkur. En hann er hugrakkari en þú heldur! Bækurnar 26 um Einar Áskel, eða Alfons Åberg eins og hann heitir á sænsku, eru skrifaðar og myndskreyttar af Gunillu Bergström og hafa verið gefnar út á 45 tungumálum og selst í tæplega 20 milljónum eintaka.

Nú loksins gefst íslenskum leikhúsgestum á öllum aldri, einstakt tækifæri að njóta feðganna á leiksviði í glænýrri íslenskri leikgerð byggð á tveimur af þekktustu bókunum úr bókaflokknum sívinsæla.

Það er kominn morgunn og Einar Áskell þarf að drífa sig í skólann. En fyrst ætlar hann bara að klæða dúkkuna sína, laga bílinn, kíkja í stóru dýrabókina og... Er hann ef til vill að flýta sér of mikið og gera of mikið í einu? Inni í eldhúsi fer pabbi með spakmæli um að best sé að gera einn hlut í einu. En þegar á hólminn er komið, hver er það þá sem gerir of mikið í einu?      

Sýningin er um það bil 40 mínútur að lengd og án hlés. Hentar vel fyrir börn frá þriggja ára aldri.

Leiksýningin Engan asa, Einar Áskell, er byggð á bókunum Engan asa, Einar Áskell og Flýttu þér, Einar Áskell eftir Gunillu Bergström.  

Leikarar: Elísabet Skagfjörð og Vilhjálmur B. Bragason 

Íslensk leikgerð og leikstjórn: Sara Marti Guðmundsdóttir   

Leikmynd, leikmunir og búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir

Tónlist: Georg Riedel

Útsetningar og tónlistarstjórn: Stefán Örn Gunnlaugsson

Myndband: Usman Naveed

Leikmyndasmíði: Auður Ösp Guðmundsdóttir og Guðni Guðmundsson

Sýningarkeyrsla: Haukur Bjarnason og Óðinn Ragnarsson

Framleiðandi: Daldrandi

Uppfærslan er gerð í samvinnu við erfingja Gunillu Bergström.  

Réttur: Bokmakaren AB

Viðburðahaldari

Daldrandi

Miðaverð er sem hér segir

A

4.950 kr.

Dagskrá

Kaldalón

Kaldalón er salur staðsettur á fyrstu hæð Hörpu, norðan megin í húsinu. Hann hentar mjög vel fyrir allar tegundir tónleika, leiksýningar, ráðstefnur, fundi og listviðburði.

an empty auditorium with rows of seats and stairs leading up to the stage .

Næstu viðburðir í Kaldalóni