

Fallegt umhverfi Hörpu býr til glæsilega umgjörð um hvaða tegund veislu sem er.
Í Hörpu er salir og rými af öllum stærðum og gerðum til að fullkomna veisluna og býr starfsfólk Hörpu yfir einstakri reynslu og þekkingu á hljóðkerfum, lýsingu og hönnun til að skapa ógleymanlega stemningu.
Veisluþjónusta Hörpu
Veisluþjónusta Hörpu hefur á að skipa stórum hóp starfsfólks með mikla reynslu af veisluhaldi. Hópur sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi og um leið persónulega þjónustu þar sem áhersla er lögð á gæði, hagkvæmni og fallega framsetningu. Fjölbreytt úrval af léttvíni, sterku víni og bjór má finna á barnum þar sem barþjónar okkar töfra fram drykki eftir óskum.
Vinsamlega athugið að versla þarf allar veitingar af veisluþjónustu Hörpu, ekki er leyfilegt að koma með eigin veitingar, mat eða drykki.
Hafðu samband við veisluþjónustu Hörpu veislur@harpa.is og við sérsníðum lausn eftir þínum þörfum.
Veislusalir
Salur
Svipmyndir
Björtuloft
Björtuloft eru glæsileg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina.
Stærð
407 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Hæðir
2

Háaloft
Háaloft er glæsilegur salur á 8. hæð Hörpu. Hann býður upp á stórkostlegt útsýni yfir vesturborgina, höfnina, Faxaflóa og fjallahringinn. Salurinn hentar vel fyrir alls kyns smærri viðburði.
Stærð
200 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
Allt að 5 m

Norðurljós
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Stærð
540 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
9 m

Silfurberg
Silfurberg er annar stærsti salurinn í Hörpu og sérhannaður sem ráðstefnusalur með fyrsta flokks ljósabúnaði, hljóðkerfi og túlkaklefum. Salurinn hentar einnig vel fyrir rafmagnaða tónlist og veisluhöld.
Stærð
735 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
7,7 m

Þríund
Þríund er á þriðju hæð á austurhlið Hörp,u við hliðina á Eldborg, með stórbrotnu útsýni yfir fjörðinn og nærliggjandi fjöll. Stórir gluggar og hátt til lofts.
Stærð
201 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
3,10 m

Ferund
Ferund er á fjórðu hæð á austurhlið Hörpu við hliðina á Eldborg með stórbrotnu útsýni yfir fjörðinn og nærliggjandi fjöll.
Stærð
201 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
3,10 m

Fimmund
Fimmund er á fimmtu hæð á austurhlið Hörpu við hliðina á Eldborg með stórbrotnu útsýni yfir fjörðinn og nærliggjandi fjöll.
Stærð
201 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
6 m

Flói
Flói er glæsilegt opið rými á fyrstu hæð sem hentar vel fyrir móttökur, veisluhöld, markaði eða sem sýningarsvæði. Fallegt útsýni er úr Flóa yfir Esjuna, höfnina og miðborgina.
Stærð
1008 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
3,8 m


Grímur Þór Vilhjálmsson
Viðskiptastjóri ráðstefnudeild
Viðskipta- og markaðssvið
grimur@harpa.is
661 5898

Hrafnhildur Svansdóttir
Viðskiptastjóri ráðstefnudeild
Viðskipta- og markaðssvið
hrafnhildur@harpa.is
858 1991

Rúnar Freyr Júlíusson
Viðskiptastjóri ráðstefnudeild
Viðskipta- og markaðssvið
runarfreyr@harpa.is
7769650











