Börn og Fjölskyldan, Fjölskyldudagskrá Hörpu
Verð
0 kr
Næsti viðburður
föstudagur 13. mars - 17:00
Salur
Kaldalón
Kvikmyndatónlist: Tónar og tilfinningar
Kvikmyndatónlist: Tónar og tilfinningar er fræðandi og skemmtilegur viðburður fyrir börn, unglinga og foreldra þar sem kvikmyndatónlistin er tekin til skoðunar í allri sinni fjölbreytni.
Kvikmyndatónskáldið Einar Sveinn Tryggvason fræðir áhorfendur um mismunandi tegundir kvikmyndatónlistar og sýnir hljóð- og mynddæmi á skjávarpa. Hvaða áhrif hefur tónlistin sem hljómar í kvikmyndum á okkur? Hvernig breytist upplifunin þegar tónlistin breytist?
Þessi lifandi kynning skerpir hlustunina og dýpkar skilning okkar á því hvernig tónlist mótar sögurnar sem birtast okkur á hvíta tjaldinu.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
föstudagur 13. mars - 17:00
Kaldalón er salur staðsettur á fyrstu hæð Hörpu, norðan megin í húsinu. Hann hentar mjög vel fyrir allar tegundir tónleika, leiksýningar, ráðstefnur, fundi og listviðburði.
Næstu viðburðir í Kaldalóni