Fjölbreyttir viðburðir
tónleikar, ráðstefnur, leiksýningar, barnaskemmtanir, uppistand og margt fleira.
DagskráHápunktar í Hörpu
Harpa /
Græn stefna Hörpu og áfangar sem hefur verið náð
Harpa hefur sett sér markmið um að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og náði þeim mikilvægu áföngum að ljúka öllum 5 Grænum skrefum Umhverfisstofnunar og að fá Svansvottun sem ráðstefnuhús á síðasta ári.
Allt um Hörpu
Verslun og veitingastaðir í Hörpu
Harpa er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar og þar er að finna fjölbreytta þjónustu, veitingastaði og verslun. Njóttu þess að heimsækja Hörpu og gefðu þér góðan tíma til að gæða þér á veitingum eða drykk fyrir viðburð.

Haltu viðburðinn í Hörpu
Harpa býr yfir fyrsta flokks aðstöðu til viðburðahalds séu það tónleikar, ráðstefnur, sýningar, veislur, fundir eða aðrir menningarviðburðir. Í Hörpu færðu persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf til að tryggja vel heppnaðan viðburð.

Íbúar Hörpu
Fastir íbúar hússins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska óperan og Stórsveit Reykjavíkur sjá til þess að tónlistarhúsið beri nafnið með rentu. Langminnsti íbúi Hörpu, Maxímús Músíkús, á einnig föst heimkynni í húsinu og tekur þátt í að skipuleggja skemmtilega viðburði fyrir smáfólk allt árið um kring.

Fréttir /
Allt það nýjasta
1. júní 2023
38 milljónir söfnuðust á neyðartónleikum Vaknaðu!
Samstaða einkenndi stemninguna í Eldborg á meðan neyðartónleikarnir Vaknaðu! fóru fram, en tónleikarnir voru samtímis sendir út í sjónvarpi RÚV. Þau Ragga Gísla, Bubbi, Nanna, Jónas Sig, Systur, Herra Hnetusmjör, Mugison, Emmsjé Gauti, Una Torfa, Elín Hall, Ólafur Bjarki, Ellen Kristjáns og fjöldinn allur af öðru frábæru tónlistarfólki ljáði málstaðnum krafta sína.
23. maí 2023
Maxímús á íslensku og íslensku táknmáli
Þann 20. maí var metaðsókn í skoðunarferð og sögustund með Maxímús Musíkus í Hörpu, en í þetta sinn var sagan sögð bæði á íslensku og íslensku táknmáli í fyrsta sinn.
23. maí 2023
Harpa auglýsir eftir grasrótartónlistarfólki
fyrir Upprásina, nýja tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar.