Fjöl­breyttir viðburðir

Harpa /

Græn stefna Hörpu og áfangar sem hefur verið náð

Harpa hefur sett sér markmið um að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og náði þeim mikilvægu áföngum að ljúka öllum 5 Grænum skrefum Umhverfisstofnunar og að fá Svansvottun sem ráðstefnuhús á síðasta ári.

Nánar um græna stefnu Hörpu.

Allt um Hörpu

Verslun og veitingastaðir í Hörpu

Harpa er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar og þar er að finna fjölbreytta þjónustu, veitingastaði og verslun. Njóttu þess að heimsækja Hörpu og gefðu þér góðan tíma til að gæða þér á veitingum eða drykk fyrir viðburð.

Haltu viðburðinn í Hörpu

Harpa býr yfir fyrsta flokks aðstöðu til viðburðahalds séu það tónleikar, ráðstefnur, sýningar, veislur, fundir eða aðrir menningarviðburðir. Í Hörpu færðu persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf til að tryggja vel heppnaðan viðburð.

Íbúar Hörpu

Fastir íbúar hússins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska óperan og Stórsveit Reykjavíkur sjá til þess að tónlistarhúsið beri nafnið með rentu. Langminnsti íbúi Hörpu, Maxímús Músíkús, á einnig föst heimkynni í húsinu og tekur þátt í að skipuleggja skemmtilega viðburði fyrir smáfólk allt árið um kring.