30. júní 2025

Söngkona af þessu tagi kemur ekki fram nema einu sinni til tvisvar á öld

Cécile McLorin Salvant, ein þekktasta jazzsöngkona heims verður á lokatónleikum Jazzhátíðar Reykjavíkur í Eldborg í Hörpu sunnudaginn 31. ágúst.

a woman with colorful hair and earrings looks at the camera

Cécile er þrefaldur Grammy-verðlaunahafi og hefur að auki hlotið þrjár Grammy-tilnefningar og fjölda annarra viðurkenninga og verðlauna fyrir tónlistarflutning sinn. Hún hefur hrifið hlustendur um víða veröld fyrir einstaklega tjáningarríka og magnaða söngrödd, frumlegt verkefnaval og sterkar og grípandi lagasmíðar. Á efnisskrá tónleikanna í Eldborg verður blanda af frumsaminni og eldri tónlist úr ýmsum áttum.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss og Jazzhátíðar Reykjavíkur og liður í dagskrárstefnu Hörpu um fyrsta flokk alþjóðlega viðburði.

“Söngkona af þessu tagi kemur ekki fram nema einu sinni til tvisvar á öld.” – Wynton Marsalis

Cécile McLorin Salvant er fædd í Bandaríkjunum árið 1989 en rekur uppruna sinn til Haítí, Túnis og Frakklands. Hún nam lögfræði og óperusöng áður en hún sneri sér að jazzsöng en hún vakti fyrst verulega athygli árið 2010 þegar hún bar sigur úr býtum í jazzsöngkeppninni Thelonious Monk Jazz Vocal Competition. Salvant hefur sent frá sér sex breiðskífur sem bera vott um einstaka víðsýni, forvitni og tilraunagleði í verkefnavali og lagasmíðum. Blús og barokk, jazz, popp og gospeltónlist og þjóðlagahefðir allra heimshorna renna þar saman við eigin tónlist Salvant, sem miðlar af einstöku listfengi og djúpu næmi fyrir kjarna tónlistarinnar hverju sinni.

Verðlaun og viðurkenningar:

Thelonious Monk International Jazz Competition (2010)

Jazz Album of the Year, DownBeat Critics Poll, WomanChild (2014)

Best Vocal Jazz Album, Grammy Award nomination, WomanChild (2014)

Top Vocal Album, NPR Music Jazz Critics Poll 2014, WomanChild,

Female Vocalist of the Year, 2015, Jazz Journalists Association

Top Vocal Album, NPR Music Jazz Critics Poll 2015, For One to Love

Grammy Award for Best Jazz Vocal Album 2016, For One to Love

Paul Acket Award 2016

Grammy Award for Best Jazz Vocal Album 2018, Dreams and Daggers

Jazz Album of the Year, DownBeat Critics Poll, Dreams and Daggers (2018)

Grammy Award for Best Jazz Vocal Album 2019, The Window

Glenn Gould Protege Prize Recipient, awarded by Jessye Norman at the Twelfth Glenn Gould Prize Gala (2019)

Jazzhátíð Reykjavíkur

Jazzhátíð Reykjavíkur hefur verið haldin árlega allt frá árinu 1990 og er næst elsta tónlistarhátíð landsins. Hátíðin er vettvangur alls þess helsta sem gerist á sviði innlendrar jazztónlistar og er hápunktur jazzlífsins á Íslandi og árleg uppskeruhátíð innlendra jazztónlistarmanna.

Meginmarkmið Jazzhátíðar Reykjavíkur er að styðja við og kynna jazztónlist og bjóða tónlistarmönnum og jazzunnendum upp á framúrskarandi vettvang og umgjörð þar sem þeir geta flutt og notið áheyrnar þess besta sem gerist í innlendri og erlendri jazztónlist. Jafnframt leggur Jazzhátíðin innlendum jazztónlistarmönnum lið með því að koma þeim á framfæri við hátíðir í öðrum löndum í gegnum samstarfsvettvang hagsmunaaðila á evrópsku jazzsenunni, European Jazz Network, en Jazzhátíð Reykjavíkur hefur verið meðlimur samtakanna undanfarin ár.

Fréttir