Hátíðir, Myrkir músíkdagar, Ókeypis viðburður

Verð
0 kr
Næsti viðburður
laugardagur 31. janúar - 20:00
Salur
Kaldalón
Sýningartímar
20:00-20:50
21:00-21:50
22:00-22:50
Ókeypis aðgangur
Kvikmynd Knut Olaf Sunde, Himdalen, er um klukkustundarlöng skrásetning á 13 tíma tónlistargjörningi sem Knut Olaf stóð fyrir Himdalen í Suðaustur-Noregi í nóvember 2018.
Himdalen er afskekktur dalur þakin furuskógi í um klukkustundar fjarlægð frá miðbæ Oslóar. Svæðið er nýtt til urðunar á geislavirkum úrgangi sem fellur til við raforkuframleiðslu í Noregi. Úrgangurinn sem þar má finna er fjölbreyttur og býr yfir mislöngum helmingunartíma (þ.e. sá tími sem tekur geislavirk áhrif efnanna til að dvína), allt frá sekúndum eða áratugum til milljarða ára. Staðurinn og hlutverk hans við að geyma úrgang með svo langan helmingunartíma vekur upp spurningar um samskipti yfir langt tímaskeið. Fyrir tíma ritlistarinnar fyrir um fimm þúsund árum nýttust goðsagnir til þess að miðla hugmyndum áleiðis en goðsagnir eru þó ávallt litaðar af samtímanum hverju sinni. Goðsagnir taka því breytingum eftir því hvernig við í samfélaginu skynjum aðstæður, menningu, siðmenningu, heiminn og okkar nánasta umhverfi.
Til að reyna að setja þessar hugmyndir um svo ólík tímaskeið í nokkurt samhengi reyndist nauðsynlegt að fara og upplifa líkamlega nærvera og hreyfa sig um þetta staðbundna landslag í Himdalen. Á meðan tónlistargjörningnum stóð fálmuðu áheyrendur um landslagið í myrkri og algjörri í óvissu í hljóðheimi sem virtist vera langvarandi og næstum staðnaður.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
https://www.darkmusicdays.is/eventscalendar/2025/12/29/himdalen
Viðburðahaldari
Myrkir músíkdagar
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
laugardagur 31. janúar - 20:00
laugardagur 31. janúar - 21:00
laugardagur 31. janúar - 22:00
Kaldalón er salur staðsettur á fyrstu hæð Hörpu, norðan megin í húsinu. Hann hentar mjög vel fyrir allar tegundir tónleika, leiksýningar, ráðstefnur, fundi og listviðburði.

Næstu viðburðir í Hörpu