Ókeypis viðburður, Tónlist

Event poster

Gleym mér ei | Söng­leikja­tón­leikar á síðdegi

Verð

0 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 14. janúar - 15:30

Salur

Hörpuhorn

Gleym mér ei er tónleikaröð söngnemenda við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, haldin í samstarfi við Hörpu, veturinn 2025 - 2026. Tónleikar fara fram í Hörpuhorni, aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Á fyrstu tónleikum á nýju ári verður boðið upp á glæsilega söngleikjatónleika þar sem fram koma söngnemendur frá LHÍ og frá Háskólanum í Norður-Karólínu. Tónleikarnir eru nokkurs konar uppskeruveisla í kjölfar námskeiðs Ryan Driscoll við LHÍ. Fjölbreytt og lifandi dagskrá þar sem alþjóðleg samvinna og sköpun eru í forgrunni.

Þessir tónleikar hefjast klukkan 15:30 og vara í um tvær klukkustundir.

Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

miðvikudagur 14. janúar - 15:30

Hörpuhorn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

the inside of a large building with a lot of windows and chairs .

Hörpuhorn