Börn og Fjölskyldan, Myrkir músíkdagar, Ókeypis viðburður, Sígild og samtímatónlist

Verð
0 kr
Tímabil
29. janúar - 31. janúar
Salur
Stemma
Opnunartímar
Fimmtudagur 29. janúar 2026, 18:00-20:00
Föstudagur 30. janúar 2026, 12:00-18:00
Laugardagur 31. janúar 2026, 12:00-18:00
Ókeypis aðgangur
Frá síðastliðnu hausti hefur hópur nemenda við Hagaskóla, undir handleiðslu Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur, tónskálds og tölvuleikjahönnuðar og Gunnars Gunnsteinssonar, tónskálds, kafað ofan í tölvuleikjagerð út frá sjónarhorni tónlistarsköpunar. Útkoman eru tveir nýir tölvuleikir, Ævintýri Bobba og Engin engin, sem nemendur bjuggu til í sameiningu og hverfist um tónlistarlega upplifun í sýndarrými tölvuleiksins. Spilarar í leikjunum eru þar virkir þátttakendur í upplifun tónlistarinnar og myndheimi þeirra. Við sköpun leikjanna hafa nemendur tekist á við forvitnilegar og áhugaverðar spurningar um sameiginleg frásagnarform tónlistar og tölvuleikja, samband hljóð- og myndheims sem og samband spilarans við tónlistina sjálfa.
Leikirnir tveir verða til sýnis í Stemmu í Hörpu þar sem gestir fá tækifæri til þess að spila og upplifa leikina. Á opnunardegi verða höfundar leikjanna til staðar og segja frá sköpun og tilurð þeirra.
Verkefnið nýtur stuðnings Barnamenningarsjóðs og tölvuleikjafyrirtækisins CCP.
Nánari upplýsingar:
https://www.darkmusicdays.is/eve.../2025/12/17/computergames
Viðburðahaldari
Myrkir músíkdagar
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
fimmtudagur 29. janúar - 18:00
föstudagur 30. janúar - 12:00
laugardagur 31. janúar - 12:00
eventTranslations.event-showcase-stemma