Hátíðir, Myrkir músíkdagar, Sígild og samtímatónlist

Verð
3.900 kr
Næsti viðburður
laugardagur 31. janúar - 15:00
Salur
Norðurljós
Allt frá stofnun hópsins árið 2012 hefur Strokkvartettinn Siggi lagt ríka áherslu á náið samstarf við tónskáld og listafólk við sköpun nýrra verka og hefur kvartettinn frumflutt fjölda nýrra verka sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hópinn.
Á tónleikum Strokkvartettsins Sigga á Myrkum músíkdögum frumflytur hópurinn tvö ný verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hópinn að þessu tilefni. Verk Arngerðar Maríu Árnadóttur, Strengjakvartett nr. 2, er verk í tveimur þáttum sem bera nöfnin Undir kvöldhimni og Síðasti litur sumarsins. Í nýju verki Péturs Eggertssonar, Samleið, stíga flytjendur inn í leikjaheim Péturs þar sem leikreglur stýra útkomu verksins. Ákvarðanatökur flytjenda í augnabliki flutningsins hafa þar áhrif á útkomu verksins og getur meðal annars leitt til þess að verkið sjálft reynist sigurvegari síns eigins leiks.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
https://www.darkmusicdays.is/eventscalendar/2026/ssq
Viðburðahaldari
Myrkir músíkdagar
Miðaverð er sem hér segir
A
3.900 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

Næstu viðburðir í Norðurljósum