Hátíðir, Myrkir músíkdagar, Ókeypis viðburður, Sígild og samtímatónlist

Verð
0 kr
Næsti viðburður
föstudagur 30. janúar - 20:00
Salur
Kaldalón
GeimDýragarðurinn er tölvuleikur þeirra Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur, tónskálds og tölvuleikjahönnuðar og Jon Arthur Marrable, tölvuleikjahönnuðar og byggir á hljóð- og myndheimi Steinunnar sem mætti lýsa sem litríkum og fullum af gáska og leikgleði. Iðkendur leiksins ferðast þar um GeimDýragarðinn og safna hljóðbútum úr lögum Steinunnar sem finna má vítt og breitt um heim leiksins. Útgáfa leiksins ber vott um nýstárlega leið tónlistarútgáfu í samtímanum, jafnframt því að vera fullkominn samruni þess mynd- og tónheims og leikgleði sem einkennir list Steinunnar.
Gestum Myrkra músíkdaga býðst að spila leik Steinunnar og Jon Arthur á stórum skjá í Kaldalóni, Hörpu.
Ókeypis aðgangur.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
https://www.darkmusicdays.is/eventscalendar/2026/spacezoo
Viðburðahaldari
Myrkir músíkdagar
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
föstudagur 30. janúar - 20:00
Kaldalón er salur staðsettur á fyrstu hæð Hörpu, norðan megin í húsinu. Hann hentar mjög vel fyrir allar tegundir tónleika, leiksýningar, ráðstefnur, fundi og listviðburði.

Næstu viðburðir í Hörpu