Hátíðir, Myrkir músíkdagar, Ókeypis viðburður, Sígild og samtímatónlist

Event poster

How to Ruin Someo­ne’s Career as a Violist / S. Gerup & Þórhildur Magnús­dóttir

Verð

0 kr

Næsti viðburður

föstudagur 30. janúar - 18:15

Salur

Hörpuhorn

Verkið How to Ruin Someone’s Career as a Violist (ísl. Hvernig á að rústa ferli víóluleikara) eftir danska tónskáldið S. Gerup er afrakstur samstarfs þeirra S. Gerup og Þórhildar Magnúsdóttur, víóluleikara.

Um verkið segir S. Gerup: „Sem tónskáld hef ég lagt upp með að vinna með þjáningu sem getur almennt verið lama­ndi fyrir hvern sem er — svo sem sambandsslit, fósturlát og alvarleg veikindi. How to Ruin Someone’s Career as a Violist hverfist um ólíkar birtingarmyndir innri sársauka og viljum viðvarpa ljósi á hversu lamandi áhrif innri sársauka getur haft á getu okkar til framkvæmdar.

Innblástur verksins er fenginn úr orðum þýska heimspekingsins Hönnuh Arendt: „til að vera til þarf að fela suma veruleika, á meðan aðra veruleika, þvert á móti, verður að opinbera.“

Verkið var pantað af Myrkum músíkdögum og Klang Festival í Danmörku og er hluti af samstarfsverkefni á milli Norðurlandanna og Skotlands, Northern Connection.

Aðgangur ókeypis.

NÁNARI UPPLÝSINGAR:
https://www.darkmusicdays.is/eventscalendar/2026/howto

Viðburðahaldari

Myrkir músíkdagar

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

föstudagur 30. janúar - 18:15

Hörpuhorn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

the inside of a large building with a lot of windows and chairs .

Hörpuhorn