Dans, Ókeypis viðburður

Verð
0 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 16. nóvember - 17:00
Salur
Hörpuhorn
Dansverkið Hopak eftir Olgu Dukhovna verður sýnt í Hörpuhorni, sunnudaginn 16. nóvember klukkan 17. Flytjandi er François Malbranque ásamt Olgu Dukhovna. Sýningin er hluti af Reykjavík Dance Festival sem fram fer dagana 12. - 16. nóvember 2025. Aðgangur á viðburðinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Um verkið:
Frá árinu 2022 hefur farið fram menningarstríð - samhliða innrás Rússa í Úkraínu - í því skyni að þurrka út úkraínska sjálfsmynd. Opinbera línan frá Rússlandi er sú að engin sérstök úkraínsk menning sé til.
Hopak-verkefnið byggist á rannsóknum á hefðbundnum úkraínskum dönsum. Ekki er auðvelt að skilja á milli úkraínskra og rússneskra dansa í kjölfar aldalangrar, þvingaðrar aðlögunar, landvinninga, undirokunar og tungumálakúgunar. Hvernig myndu þessir dansar líta út í dag ef þeir hefðu fengið að þróast á frjálsan hátt? Hverju myndu þeir líkjast, hefðu þeir ekki verið kæfðir og and yfirgnæfðir?
Í verkinu Hopak er teflt saman sögulegri arfleifð og mínímalískri nálgun sem smækkar hvern dans niður í upphafspunkt hans. Þaðan eru skapaðir nýir dansar. Mögulega gætu þessar öldur, þetta stöðuga andsvar fortíðar og framtíðar, opnað okkur nýjar líkingar, hugmyndir eða óvænta merkingu.
Olga Dukhovna endurvinnur dans á sama hátt og aðrir endurvinna hluti; hún safnar þeim, umbreytir, veitir í nýjan farveg. Olga sem fæddist í Úkraínu og lærði í Brussel (P.A.R.T.S.) og Angers (CNDC) bræðir löngu gleymda þjóðdansa saman við nútímadans. Hún tekur öllum óvæntum árekstrum fagnandi. Í verkum hennar (Korowod, Hopak, Crawl) eru þjóðdansar afbyggðir til að leysa úr læðingi pólitískan kraft þeirra. Hún vakti athygli víða um heim fyrir Swan Lake Solo sem hún skapaði í herberginu sínu á tíma samkomutakmarkana. Hún stundar nú rannsóknir á flutningi og geymd hreyfinga.
Framleiðsla: C.A.M.P
Meðframleiðendur Théâtre Louis Aragon – National Stage for Art & Creation (Tremblay-en-France), Mille Plateaux - CCN La Rochelle, Le Triangle – Cité de la Danse (Rennes), Chorège – CDCN Falaise Normandie, Rencontres Internationales de Seine-Saint-Denis, La Maison CDCN Uzès, Le Petit Écho de la Mode.
Styrkt af Caisse des Dépôts et Consignations, Théâtre de Vanves and Le Triangle – Cité de la Danse in Rennes.
Þakkir til CCNRB – Collectif FAIR-E fyrir að útvega æfingarými.
HOPAK er hluti af R.O.M (Residencies On the Move) með boði frá le joli collectif – Théâtre l’Aire Libre í Frakklandi. R.O.M nýtur stuðnings í gegnum Creative Europe áætlun Evrópusambandsins, auk stuðnings frá Conseil des arts de Montréal. Styrkt af the Institut Français
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
sunnudagur 16. nóvember - 17:00
Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn