Ókeypis viðburður, Tónlist

Event poster

Gleym mér ei | Hádegis­tón­leikar í Hörpu­horni

Verð

0 kr

Tímabil

8. október - 12. nóvember

Salur

Hörpuhorn

Söngnemendur við tónlistardeild Listaháskóla Íslands gleðja gesti með ljúfum hádegistónum í tónleikaröðinni Gleym mér ei sem fer að þessu sinni fram í samstarfi við Hörpu.

Tónleikarnir eru fjórir talsins og fara allir fram á miðvikudögum kl. 12,  í einstökum hljómi Hörpuhorns í Hörpu. Efnisskráin fléttast í kringum fjölbreytt viðfangsefni hverju sinni, ást og hamingju, sársauka og sorgir. Meðleikur er í höndum Matthildar Önnu Gísladóttur, píanóleikara.

Á lokatónleikum Gleym mér ei sameinast nemendur söng- og hljóðfæradeildar LHÍ og flytja íslensk sönglög úr smiðju tónskáldsins Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. 

Aðgangur er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin!

Dagskrá 

8. október | Úr ýmsum áttum
22. október | Óperur og söngleikir
5. nóvember | Sjúkdómar og sársauki
12. nóvember | Íslensk sönglög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

miðvikudagur 8. október - 12:00

miðvikudagur 22. október - 12:00

miðvikudagur 5. nóvember - 12:00

miðvikudagur 12. nóvember - 12:00

Hörpuhorn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

the inside of a large building with a lot of windows and chairs .

eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn