Nú er tækifæri fyrir fyrirtæki og hópa að brjóta upp daginn og bóka ítalskan eða íslenskan jólabröns í hádeginu, í einstöku umhverfi Hörpu.
Í boði er ítalskur jólabröns sérhannaður af Leifi Kolbeinssyni, veitingamanni á La Primavera, eða hefðbundið íslenskt jólahlaðborð, sérvalið af Stefáni Elí, yfirmatreiðslumanni í Hörpu. Þitt er valið.
Víðs vegar í Hörpu eru fallegir salir og rými með stórkostlegu útsýni sem henta fyrir flestar stærðir hópa. Skoðaðu salina hér fyrir neðan.
Salir og rými
Salur
Svipmyndir
Björtuloft
Björtuloft eru glæsileg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina.
Stærð
407 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Hæðir
2
Háaloft
Háaloft er glæsilegur salur á 8. hæð Hörpu. Hann býður upp á stórkostlegt útsýni yfir vesturborgina, höfnina, Faxaflóa og fjallahringinn. Salurinn hentar vel fyrir alls kyns smærri viðburði.
Stærð
200 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
Allt að 5 m
Norðurbryggja
Norðurbryggja er glæsilegt opið rými á fyrstu hæð, fyrir framan salinn Kaldalón, með fallegu útsýni yfir höfnina og Esjuna.
Stærð
300 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
3,8 m
Þríund
Þríund er á þriðju hæð á austurhlið Hörp,u við hliðina á Eldborg, með stórbrotnu útsýni yfir fjörðinn og nærliggjandi fjöll. Stórir gluggar og hátt til lofts.
Stærð
201 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
3,10 m