Börn og Fjölskyldan, Kór, Ókeypis viðburður

Event poster

Kór Hamra­skóla syngur í Hörpu­horni

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 11. maí - 14:15

Salur

Hörpuhorn

Kór Hamraskóla kemur fram í Hörpuhorni og flytur fjölbreytta efnisskrá úr ólíkum áttum, vorvísur, gleðisöngva, íslensk og suður-afrísk þjóðlög og tónlist úr teiknimyndum og leikhúsi.

Hvar: Hörpuhorn
Hvenær: Sunnudaginn 11. maí kl. 14:15 - 14:45.

Kór Hamraskóla er öflugur kór barna á aldrinum 7-12 ára nemenda í Hamraskóla og skiptist í yngri hóp (2. 3. og 4.bekk) og eldri hóp (5. 6. og 7. bekk). Kórsöngvarar eru 72 talsins í dag. Þau heimsækja leikskóla og hjúkrunarheimili í nágrenni skólans og gleðja þannig yngstu og elstu ríkisborgarana. Einnig koma þau fram á vortónleikum í Hörpu og á vorhátíð Hamraskóla, ár hvert. Stjórnandi er Auður Guðjohnsen.

Tónleikarnir eru liður í vortónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra í Hörpuhorni, á annarri hæð fyrir framan Eldborg, aðalsal Hörpu. Aðgengi er gott. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. 


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

sunnudagur 11. maí - 14:15

Hörpuhorn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

the inside of a large building with a lot of windows and chairs .

eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn