Kór, Ókeypis viðburður

Event poster

Góðir grannar syngja í Hörpu­horni

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 11. maí - 15:15

Salur

Hörpuhorn

Sönghópurinn Góðir grannar flytur valin lög af efnisskrá vortónleika kórsins. Efnisskráin samanstendur af óskalögum kórfélaga og má þar nefna sígild íslensk kórlög sem og lög eftir Spilverk þjóðanna, Rolling Stones og Coldplay.

Hvar: Hörpuhorn
Hvenær: Sunnudaginn 11. maí, kl. 15:15 - 15:45

Sönghópurinn Góðir grannar er skipaður reyndum og vel menntuðum söngvurum. Kórinn heldur að jafnaði tvenna tónleika á ári; á aðventu og að vorinu. Á vortónleikum eru ákveðin þemu lögð til grundvallar, má þar nefna söngva frá stríðsárunum, kvikmyndatónlist og himingeiminn. Kórinn hefur komið fram við margvísleg tækifæri svo sem á menningarnótt og vetrarhátíð. Tvívegis hefur kórinn tekið þátt í norræna kóramótinu Nordklang og á Óperudögum 2023 var hann í stóru hlutverki í óperu Gísla Jóhanns Grétarssonar, Systemet. Kórinn fagnar 25 ára starfsafmæli í ár og er þema tónleikanna óskalög félaga. Stjórnandi er Egill Gunnarsson.

Tónleikarnir eru liður í vortónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra í Hörpuhorni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

sunnudagur 11. maí - 15:15

Hörpuhorn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

the inside of a large building with a lot of windows and chairs .

eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn