Kór, Ókeypis viðburður, Sígild og samtímatónlist
Verð
0 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 11. maí - 13:00
Salur
Hörpuhorn
Kvennakór Háskóla Íslands fagnar tuttugu ára afmæli sínu um þessar mundir og heldur upp á tímamótin með vortónleikum í Hörpuhorni. Tónleikadagskráin innheldur þjóðlög, söngleikjalög, þekkt dægurlög og heimsókn í veröld Disney.
Hvar: Hörpuhorn
Hvenær: Sunnudag, 11. maí kl. 13 - 13:45
Kvennakór Háskóla Íslands var stofnaður árið 2005 af Margréti Bóasdóttur og hefur komið víða fram. Núverandi meðlimir eru frá hinum ýmsu heimshornum og þar má nefna Bandaríkin, Belgíu, Bretland, Fillipseyjar, Frakkland, Grikkland, Ísland, Japan, Kína, Kólumbíu, Ungverjaland og Þýskaland, Efnisskrá kórsins samanstendur að þessu sinni af lögum úr ýmsum áttum sem verða flutt á íslensku, búlgörsku og ensku.
Tónleikarnir eru liður í vortónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra í Hörpuhorni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
sunnudagur 11. maí - 13:00
Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.
eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn