Kór, Ókeypis viðburður

Event poster

Vókal Víf syngur í Hörpu­horni

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 11. maí - 14:45

Salur

Hörpuhorn

Sönghópurinn VÓKAL VÍF flytur fjölbreytta efnisskrá með kórverkum frá Íslandi, Þýskalandi, Slóveníu og Bandaríkunum. Flest verkin eru samin á síðustu þremur áratugum og skrifuð fyrir kvenna- og barnakóra.

Hvar: Hörpuhorn
Hvenær: Sunnudag, 11. maí kl. 14:45 - 15:15.

VÓKAL VÍF var stofnaður haustið 2023 og samanstendur af tíu konum sem allar búa yfir mikilli söng- og kórreynslu. Skýr listræn sýn, sterk félagsleg heild og metnaður einkennir starf og verkefnaval kórsins. Stjórnandi og stofnandi kórsins, Ingibjörg Guðjónsdóttir, hefur átt farsælan feril síðastliðin þrjátíu ár, bæði sem einsöngvari og kórstjórnandi.

Tónleikarnir eru liður í vortónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra í Hörpuhorni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.



Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

sunnudagur 11. maí - 14:45

Hörpuhorn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

the inside of a large building with a lot of windows and chairs .

eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn