Kór, Ókeypis viðburður
Verð
0 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 11. maí - 13:45
Salur
Hörpuhorn
Írska söngsveitin SYSTIR kemur fram í Hörpuhorni sunnudaginn 11.maí klukkan 13:45.
Í lagavali sínu leitast SYSTIR við að draga fram hina fjölbreyttu liti og blæbrigði kvenraddarinnar. Tónlist þeirra er blanda af nútíma söng- og hljóðfæratækni og fornri írskri tónlistarhefð. SYSTIR sækir innblástur í hinar gleymdu sönghefðir Evrópu, einkum sean-nós, sem mætti kalla „írskan rímnasöng.
Hvar: Hörpuhorn
Hvenær: Sunnudaginn 11. maí kl. 13:45 - 14:15
SYSTIR er hluti af kórnum ANÚNA Collective sem er ein af eftirsóttustu söngveitum Írlands á alþjóðavettvangi, SYSTIR hefur skapað nýjan og fjölbreyttan tónheim þar sem unnið er með óteljandi blæ- og litbrigði kvenraddarinnar. Á síðasta ári ferðaðist SYSTIR til Ítalíu og Japan, og árið 2025 munu þær halda tónleika í fyrsta sinn í Þýskalandi, Finnlandi, Íslandi og Kína.
Meðlimir SYSTIR eru Amelia Jones, Lauren McGlynn, Lorna Breen, Caitríona Sherlock, Sara Di Bella, Sara Weeda, og Andrew Boushell, gítarleikari.
Listrænn stjórnandi er Michael McGlynn, tónskáld og söngvari.
SYSTIR kemur nú í fyrsta sinn til Íslands en þær munu halda tónleika í Hannesarholti, í Hallgrímskirkju og í Saurbæ auk Hörpuhorns. Einnig koma þær við í Vitanum á Akranesi og syngja í messu í Víðistaðakirkju.
Tónleikarnir eru liður í vortónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra í Hörpuhorni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
sunnudagur 11. maí - 13:45
Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.
eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn