Kór, Ókeypis viðburður
Verð
0 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 11. maí - 15:45
Salur
Hörpuhorn
Kór Félags eldri borgara í Reykjavík flytur íslensk og erlend lög af ýmsum toga, m.a. lög úr söngleikjum bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona og nokkur tilbrigði við hið þekkta lag Franz Schuberts, Silunginn.
Hvar: Hörpuhorn
Hvenær: Sunnudaginn 11. maí kl.15:45 - 16:15
Kór Félags eldri borgara í Reykjavík var stofnaður árið 1986 og hefur verið starfræktur nær samfleytt síðan. Fyrsta árið starfaði hann undir stjórn Kjartans Ólafssonar en árið 1987 tók Kristín Sæunn Pjetursdóttir við og stýrði kórnum í á þriðja áratug.
Kórfélagar eru nú 45, þeir elstu á tíræðisaldri, og hafa flestir sungið í öðrum kórum um ævina. Kórinn æfir alls konar tónlist, bæði íslenska og erlenda og kemur fram við ýmis tækifæri, m.a. annars á árlegum vortónleikum ásamt karlakórnum Kátum körlum. Á síðasta ári tók kórinn þátt í viðamiklu samstarfi við fleiri kóra eldri borgara sem fjölmenntu á Þingvöll 16. júní og sungu í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins, og héldu sameiginlega jólatónleika í Langholtskirkju í desember. Stjórnandi kórsins er Kristín Jóhannesdóttir.
Tónleikarnir eru liður í vortónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra í Hörpuhorni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
sunnudagur 11. maí - 15:45
Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.
eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn