Ráðstefna

Event poster

Velsæld­ar­þing

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

35.000 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 16. apríl - 09:00

Salur

Silfurberg

Árlegt Velsældarþing í Reykjavík er mikilvægur vettvangur samræðna og samvinnu meðal stjórnmálamanna, leiðtoga fyrirtækja, fræðimanna og sérfræðinga á heimsvísu þar sem leitast er við að forgangsraða í þágu velsældar og lífsgæða almennings á breiðum grunni. Velsældarþingið leggur áherslu á að finna nýjar leiðir sem frábrugðnar hinni hefðbundu nálgun út frá eingöngu efnahagslegum mælingum. Þess í stað eru velsæld og lífsgæði metin út frá fjölmörgum félagslegum og umhverfislegum þáttum jafnt sem efnahagslegum.

Þema þingsins í ár er Velsæld sem drifkraftur (e. The Power of Wellbeing). Kjarni þemans er sá að velsæld sé lykilforsenda seiglu, nýsköpunar og sjálfbærrar þróunar. Á þinginu fá þátttakendur tækifæri til að velta því fyrir sér hvernig velsældarmiðaðar nálganir geti styrkt samfélög, haft jákvæð áhrif á stefnumótun og stutt við félagslega og umhverfislega sjálfbærni til lengri tíma.

Velsældarþingið verður haldið í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi Reykjavíkur, og er skipulagt af embætti landlæknis með styrk frá Evrópusambandinu. Fyrsta Velsældarþingið í Reykjavík var haldið árið 2023. Nánari upplýsingar, þar á meðal upptökur frá fyrri þingum og upplýsingar um fyrirlesara, má finna á heimasíðu þingsins.

Dagskrá: 

16. apríl:

· 09:00-12:00 - Sessions

· 09:00-12:00 - Workshop

· 12:00-13:00 -  Lunch

· 13:00-17:00 -  Sessions

· 18:00-19:00 -  Wellbeing Walk

17. apríl:

· 09:00-12:00 - Sessions

· 12:00-13:00 - Lunch

· 13:00-17:00 - Sessions

Verð: 35.000 báða daganna, allt innifalið, þar með talið máltíðir.

Viðburðahaldari

Embætti landlæknis í samstarfi við fleiri aðila

Miðaverð er sem hér segir

A

35.000 kr.

Dagskrá

Silfurberg

Silfurberg er annar stærsti salurinn í Hörpu og sérhannaður sem ráðstefnusalur með fyrsta flokks ljósabúnaði, hljóðkerfi og túlkaklefum. Salurinn hentar einnig vel fyrir rafmagnaða tónlist og veisluhöld.

a large room with tables and chairs set up for a party

Næstu viðburðir í Hörpu