Upprásin
Verð
2.000 kr
Næsti viðburður
þriðjudagur 10. mars - 20:00
Salur
Kaldalón
Á þessum tónleikum koma fram Lindy Lin, Splitting Tongues og Gargan.
Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir Upprásinni, tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Upprásin fer nú fram þriðja árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.
Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.
Lindy Lin
Lindy Lin er tónskáld og listakona búsett í Reykjavík. Hún fluttist til Íslands frá Shanghai árið 2023 og hóf mastersnám í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við Listaháskóla Íslands. Fyrsta platan hennar, Her Insula, kom út árið 2023 í Shanghai. Hún stofnaði ásamt fleirum hávaðarokksveitina Yang Soup, hefur komið fram með Wet Flute Trio og starfað með listamönnum svo sem Örlygi Arnalds og Masaya Ozaki.
Hljóðheimur Lindy Lin er súrrealískur og afar persónulegur. Kínversk flauta, kassagítar, raddspuni, drunur, hljóð úr heimilistækjum, hávær og lágvær rafhljóð sem bjaga, teygja, hægja og hraða og draga hlustandann inn í afar sérstæðan og áleitinn heim.
Splitting TonguesSplitting Tongues spilar bræðing af grindcore, hardcore og goregrind. Hljómsveitin var stofnuð í mars 2024 með það markmið að spila hraða og ákafa tónlist. Splitting Tongues skipa Arnar Már Víðisson, Sindri Þór Atlason og Sigurður Már Gestsson.
GarganGargan skapar fjölbreyttan heim hljóða þar sem heyra má klarinettlínur, umhverfishljóð, biluð heimilistæki og klassísk heimilisáhöld, hljóðgervla og raddir. Þær bjóða hlustendum í ferðalag um ólíka hljóðheima og skoða allan tilfinningaskalann. Í lifandi flutningi gargar klarínettleikari í gegnum hljóðfærið sitt og við heyrum rafskruð og óhljóð úr öllum stærðum og gerðum. Tónlistin er bæði hrá og djúp, skipulögð en stjórnlaus í senn. Tónlistin er frumsamin.
Gargan skipa Bergþóra Kristbergsdóttir og Hulda Ragnhildur Hjálmarsdóttir.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
2.000 kr.
Dagskrá
Kaldalón er salur staðsettur á fyrstu hæð Hörpu, norðan megin í húsinu. Hann hentar mjög vel fyrir allar tegundir tónleika, leiksýningar, ráðstefnur, fundi og listviðburði.
Næstu viðburðir í Kaldalóni