Hátíðir, Kór, Ókeypis viðburður, Sígild og samtímatónlist

Verð
0 kr
Næsti viðburður
mánudagur 1. desember - 12:00
Salur
Hörpuhorn
Fóstbræður bjóða upp á stutta hátíðartónleika í Hörpuhorni í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember. Á efnisskrá eru íslensk lög frá ýmsum tímum. Fram koma bæði Karlakórinn Fóstbræður og Gamlir fóstbræður en stjórnandi er Árni Harðarson. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Karlakórinn Fóstbræður hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og er sá karlakór á Íslandi sem á lengstan samfelldan starfsaldur að baki. Kórinn hefur ávallt lagt ríkan skref til mótunar og framþróunar karlakórssöngs á Íslandi og er samofinn íslenskri tónlistarsögu. Fyrsti söngstjóri kórsins var Jón Halldórsson en Árni Harðarson hefur stýrt kórnum frá árinu 1991.
Gamlir Fóstbræður er kór eldri félaga, nokkurs konar lávarða- eða öldungadeild Fóstbræðra. Félagið var stofnað árið 1959 og hefur frá stofnun verið sjálfstætt starfandi kór, nátengdur Karlakórnum Fóstbræðrum. Kórinn er bæði vettvangur þeirra sem eru hættir að syngja með starfandi kórnum, svo og hinna sem kjósa af ýmsum ástæðum að taka sér frí í skemmri eða lengri tíma frá starfi með starfandi kórnum. Einnig eru í kórnum nokkrir núverandi söngmenn í Fóstbræðrum.
Árni Harðarson hefur verið stjórnandi Fóstbræðra frá árinu 1991. Hann hefur samhliða starfað sem kennari og síðar skólastjóri við Tónlistarskóla Kópavogs. Hann hefur og verið virkur í íslensku tónlistarlífi sem tónskáld og stjórnandi kóra og hljómsveita í ólíkum verkefnum, innanlands og utan. Tónsmíðar Árna hafa einkum verið á sviði kór- og leikhústónlistar. Þá hefur hann unnið að félagsmálum tónskálda; var m.a. formaður Tónskáldafélags Íslands 1995-98 og fulltrúi Íslands í NOMUS, Norrænu tónlistarnefndinni, 1993-2000.
Að loknu burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Kópavogs stundaði Árni framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum við The Royal College of Music í London á árrunum 1978-83 og lauk þaðan prófi úr einleikaradeild.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
mánudagur 1. desember - 12:00
Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn