Börn og Fjölskyldan, Fjölskyldudagskrá Hörpu

Event poster

Fjöl­skyldu­dag­skrá Hörpu: Heims­tón­list­ar­hátíð Hörpu

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 13. júní - 11:00

Salur

Hörpuhorn

Heimstónlistarhátíð Hörpu

  •  13. júní, opið frá kl. 11:00–14:00 
  •  Víða um Hörpu 
  •  Allur aldur 
  •  Tungumál: Óháð tungumáli 
  •  Aðgangur: Ókeypis – engin skráning nauðsynleg

Heimstónlistarhátíð Hörpu er uppskeruhátíð samnefndrar viðburðaraðar þar sem tónlist og menning frá ólíkum heimshlutum hefur verið í forgrunni allt starfsárið.

Á hátíðinni verður sannkölluð hátíðarstemning í húsinu þegar gestir fá að upplifa tónlist frá Vestur-Afríku, Austur-Asíu, Mið- og Austur-Evrópu og Mið- og Suður-Ameríku, taka þátt í söng og dansi, skapa handverk innblásið af mismunandi menningarheimum og smakka mat frá ýmsum löndum.

Hátíðin stendur frá kl. 11–14 og gestir eru hvattir til að koma og fara eftir eigin hentugleika.
Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

laugardagur 13. júní - 11:00

Hörpuhorn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

the inside of a large building with a lot of windows and chairs .

eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn