Sígildir sunnudagar, Tónlist
Verð
3.500 - 4.500 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 1. febrúar - 16:00
Salur
Norðurljós
Árið er 1677 og hin tónlistarmenntaða Antonia Bembo yfirgefur sviksaman eiginmann í Feneyjum og heldur til Parísar, að öllum líkindum í fylgd gítarleikarans víðförla Francesco Corbetta. Í Frakklandi nær hún hylli Loðvíks XIV og semur meðal annars óperu sem hún tileinkar sólkonunginum. Í efnisskránni „Frá Feneyjum til Parísar“ einbeita Ieva Sumeja og barokkhópurinn ConsorTico sér að tónlist merkilegrar konu á síðari hluta 17. aldar, en rannsaka einnig tvo afar ólíka tónlistarheima sem settu mark sitt á öldina: Ítalíu og Frakkland. Leikið er á upprunahljóðfæri.
Flytjendur
Ieva Sumeja, sópran
Sólveig Steinþórsdóttir, barokkfiðla
Anna Tóth, barokkselló
Sólveig Thoroddsen, barokkharpa
Sergio Coto Blanco, teorba og barokkgítar
Viðburðahaldari
ConsorTico
Miðaverð er sem hér segir
A
3.500 kr.
A
4.500 kr.
A
3.500 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Næstu viðburðir í Norðurljósum