Handbolti, Myrkir músíkdagar, Ókeypis viðburður, Sígild og samtímatónlist

Verð
0 kr
Næsti viðburður
fimmtudagur 29. janúar - 21:30
Salur
Framhús
Í verkum Haraldar fléttast ólíkar efniskenndir, tungumál og hljóðmyndir saman á margslunginn hátt og birtast áhorfendum sem rýmisverk, hljóðinnsetningar og gjörningar. Þau taka mið af aðstæðum hverju sinni og leitast við að vekja staðaranda með fjölbreyttum inngripum og aðferðum. Verk hans eiga sér stað á stefnumóti ólíkra miðla og bjóða gjarnan upp á virka þátttöku sýningargesta í síbreytilegri merkingarsköpun.
Á Myrkum músíkdögum í ár frumflytur Haraldur Jónsson í samstarfi við nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands verkið Hlað í almannarými Hörpu.
Aðgangur ókeypis
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
https://www.darkmusicdays.is/eventscalendar/2026/cast
Viðburðahaldari
Myrkir músíkdagar
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
fimmtudagur 29. janúar - 21:30
eventTranslations.event-showcase-framhús