Börn og Fjölskyldan, Sígild og samtímatónlist, Sinfóníuhljómsveit, Tónlist
Verð
0 kr
Næsti viðburður
laugardagur 4. október - 11:30
Salur
Flói
Efnisskrá
Fjölbreytt og skemmtileg tónlist
Barnastundir Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru sniðnar að allra yngstu áheyrendum hljómsveitarinnar. Þær eru haldnar á laugardagsmorgnum og eru um hálftímalangar í opnu og fallegu umhverfi Hörpu, í Flóa. Áhersla er lögð á létt og vinalegt andrúmsloft og nánd barnanna við hljómsveitina. Á fyrstu Barnastund vetrarins eru dýrin stór og smá í forgrunni. Þar hljóma m.a. Dýravísur, Kattadúettinn, Krummi krunkar úti og lög úr Dýrunum í Hálsaskógi og Skógarlífi. Kynnir í Barnastundinni er engin önnur en Tobba tófa, og Maxímús Músíkús kemur að sjálfsögðu í heimsókn í Flóa.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
laugardagur 4. október - 11:30
Flói er glæsilegt opið rými á fyrstu hæð sem hentar vel fyrir móttökur, veisluhöld, markaði eða sem sýningarsvæði. Fallegt útsýni er úr Flóa yfir Esjuna, höfnina og miðborgina.
Næstu viðburðir í Flóa