Kór, Ókeypis viðburður

Event poster

Söng­fuglar syngja í Hörpu­horni

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 18. maí - 15:30

Salur

Hörpuhorn

Söngfuglar koma fram í Hörpuhorni og flytja vinsæl innlend og erlend lög sem flestir þekkja frá gamalli tíð. Stjórnandi og undirleikari er Kristín Jóhannesdóttir.

Hvar: Hörpuhorn
Hvenær: Sunnudag, 18. maí, kl 15:30 - 16.

Söngfuglar, kór félagsstarfs eldri borgara í Reykjavík, var stofnaður af Sigurbjörgu Hólmgrímsdóttur árið 1986 og æfði í fyrstu í Gerðubergi, færði sig síðar um set að Vesturgötu 7 og hefur síðustu árin haft æfingaaðstöðu að Aflagranda 40. Kórinn hefur það að markmiði að skapa gleði og ánægjulega samveru með því að æfa og syngja sönglög af ýmsu tagi og leggur metnað í að fara mánaðarlega og heimsækja dvalar- og hjúkrunarheimili og gleðja með söng aðra sem ekki komast út meðal fólks.  Stjórnandi og undirleikari er Kristín Jóhannesdóttir.

Tónleikarnir eru liður í vortónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra í Hörpuhorni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

sunnudagur 18. maí - 15:30

Hörpuhorn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

the inside of a large building with a lot of windows and chairs .

eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn