Börn og Fjölskyldan, Kór, Ókeypis viðburður

Event poster

Drengjakór Reykja­víkur syngur í Hörpu­horni

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 18. maí - 15:00

Salur

Hörpuhorn

Drengjakórinn syngur brot af vortónleikaprógrammi kórsins. Á dagskrá verða dægurlög, nútímaverk og þjóðlög.

Hvar: Hörpuhorn
Hvenær: Sunnudag, 18. maí kl. 15 - 15:30  

Drengjakór Reykjavíkur var stofnaður árið 1990. Meðlimir hans eru söngelskir drengir á aldrinum 8 til 16 ára, en einnig er sérstök undirbúningsdeild fyrir yngri stráka sem eru í 1.- 2. bekk í grunnskóla. Stjórnandi kórsins er Þorsteinn Freyr Sigurðsson og píanisti er Laufey Sigrún Haraldsdóttir. 

Drengjakórinn syngur fjölbreytta og metnaðarfulla tónlist, klassíska tónlist, dægurlög og þjóðlög. Drengjakórinn er ekki smeykur við áskoranir og tekur þátt í fjölmörgum "fullorðins" verkefnum á ári hverju.

Móttó kórsins er: Hegða sér eins og herrar, leika sér eins og strákar, syngja eins og englar.

Tónleikarnir eru liður í vortónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra í Hörpuhorni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

sunnudagur 18. maí - 15:00

Hörpuhorn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

the inside of a large building with a lot of windows and chairs .

eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn