Kór, Ókeypis viðburður

Event poster

Spectrum syngur í Hörpu­horni

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 18. maí - 14:00

Salur

Hörpuhorn

Spectrum flytur lög af nýafstöðnum vortónleikum kórsins, sem öll eru eftir íslensk tónskáld. Leitað er fanga í ólíkum tónlistarstefnum; poppi, klassík, djassi og þjóðlögum. Öll eru lögin í metnaðarfullum og krefjandi útsetningum eftir okkar besta fólk í tónsmíðum.

Hvar: Hörpuhorn
Hvenær: Sunnudag, 18. maí kl. 14 - 14:30

Spectrum er gæðakór sem hefur náð að víkka út skilgreininguna á því hvað kór er og gerir. Fjölbreytileiki, lífleg framkoma og flutningur metnaðarfullra útsetninga hefur einkennt hópinn, sem hefur starfað frá árinu 2003. Stjórnandi Spectrum er Ingveldur Ýr söngkona sem er vel þekkt í íslensku tónlistarlífi. 

Spectrum hefur komið víða fram, heldur vor- og jólatónleika á hverju ári og syngur gjarnan á menningarnótt, á aðventunni og við ýmis önnur tækifæri. Spectrum hefur náð góðum árangri í kórakeppnum heima og erlendis og efnir til samstarfs við aðra kóra og tónlistarmenn. Á undanförnum árum hefur sönghópurinn til dæmis unnið með þremur Grammy-verðlaunahöfum, þeim Paul Phoenix, Michael McGlynn og Eric Whitacre. Upptökur með Spectrum má m.a. finna á Spotify og YouTube.

Tónleikarnir eru liður í vortónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra í Hörpuhorni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

sunnudagur 18. maí - 14:00

Hörpuhorn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

the inside of a large building with a lot of windows and chairs .

eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn