Sígildir sunnudagar, Tónleikar
Verð
4.000 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 18. maí - 16:00
Salur
Norðurljós
Open Orchestra í Edinborg heimsækir Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í tilefni 35 ára afmælis þeirrar síðarnefndu og saman halda hljómsveitirnar tónleika í Norðurljósum Hörpu 18. maí næstkomandi.
Heimsókn Open Orchestra á sér langan aðdraganda. Til stóð að hljómsveitirnar, sem báðar eru skipaðar ástríðufullu áhugafólki, færu í gagnkvæmar heimsóknir árið 2020 en af alkunnum ástæðum varð ekki af þeim þá. Hugmyndin varð þó til þess að tónskáldið Tom Cunningham, sem þá lék í Open Orchestra, samdi verk til frumflutnings á tónleikum sveitanna. Verkið vísar til sameiginlegrar eldvirkniarfleifðar landanna, „Land of fire and water" og var frumflutt í Edinborg 2022. Frumflutningur á Íslandi verður á tónleikunum í Hörpu 18. maí n.k. Auk þess verða flutt tvö alkunn verk eftir Antonin Dvorák, Rómansa fyrir einleiksfiðlu og hljómsveit og Sinfónía númer 8. Stjórnendur á tónleikunum verða Andrew Lees og Oliver Kentish. Andrew leikur auk þess einleik í Rómönsu Dvoráks.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
Miðaverð er sem hér segir
A
4.000 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Næstu viðburðir í Norðurljósum