Sígildir sunnudagar, Tónleikar

Event poster

Sígildir sunnu­dagar: Tónlist­ar­ástríða yfir Atlants­hafið

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.000 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 18. maí - 16:00

Salur

Norðurljós

Open Orchestra í Edinborg heimsækir Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í tilefni 35 ára afmælis þeirrar síðarnefndu og saman halda hljómsveitirnar tónleika í Norðurljósum Hörpu 18. maí næstkomandi. 

Heimsókn Open Orchestra á sér langan aðdraganda. Til stóð að hljómsveitirnar, sem báðar eru skipaðar ástríðufullu áhugafólki, færu í gagnkvæmar heimsóknir árið 2020 en af alkunnum ástæðum varð ekki af þeim þá. Hugmyndin varð þó til þess að tónskáldið Tom Cunningham, sem þá lék í Open Orchestra, samdi verk til frumflutnings á tónleikum sveitanna. Verkið vísar til sameiginlegrar eldvirkniarfleifðar landanna, „Land of fire and water" og var frumflutt í Edinborg 2022. Frumflutningur á Íslandi verður á tónleikunum í Hörpu 18. maí n.k. Auk þess verða flutt tvö alkunn verk eftir Antonin Dvorák, Rómansa fyrir einleiksfiðlu og hljómsveit og Sinfónía númer 8. Stjórnendur á tónleikunum verða Andrew Lees og Oliver Kentish. Andrew leikur auk þess einleik í Rómönsu Dvoráks.

Viðburðahaldari

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna

Miðaverð er sem hér segir

A

4.000 kr.

Dagskrá

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

a large auditorium filled with rows of chairs and purple lights .

Næstu viðburðir í Norðurljósum