Umhverf­ismál

Harpa er stolt af sinni grænu vegferð og þeim áherslum sem hún hefur sett sér í umhverfis- og loftlagsmálum.

Harpa hefur sett sér markmið í umhverfis- og loftlagsmálum. Umhverfisráð Hörpu var sett á laggirnar árið 2020 og markmið þess er að finna leiðir til að efla sjálfbærni, setja félaginu markmið í umhverfismálum og innleiða aðgerðir til að ná árangri. Umhverfisráð heldur reglulega fundi til að meta árangur, fara yfir forgangsröðun og markmið.   

Umhverfisráð leggur ríka áherslu á að efla umhverfisvitund starfsfólks Hörpu og er reglulega með fræðslufundi er tengjast umhverfismálum auk þess að kynna þá áfanga er náðst hafa í umhverfismálum.   

Harpa hefur kolefnisbundið losun af sorpi, flugi og samgöngum frá árinu 2020 í gegnum Kolvið.  Keyptar voru kolefniseiningar til mótvægis við þá losun sem var á beinni ábyrgð Hörpu (umfang 3) vegna úrgangs, viðskiptaferðir og samgöngur starfsmanna til og frá vinnu. Á árinu 2022 bættust við samgöngur starfsfólks til og frá vinnu. 

Kolefnisbinding af sorpi, flugi og samgöngum 2020-2022

2020

2021

2022

2023

Vatnsnotkun

Á árinu 2022 var lagnakerfi hússins yfirfarið og eru salir hússins aðeins kyntir ef þeir eru í notkun. Heita loftið frá sölunum er svo endurnýtt í að kynda upp húsið sjálft.  Afgangurinn af heita vatninu rennur svo út í lækinn sem prýðir torgið fyrir framan húsið. Þessar umbætur hafa skilað miklum árangri og hefur heitavatnsnotkun minnkað um 53% frá árinu 2019. 

Vatnsnotkun 2019-2022

Orkunotkun  

Lokið var við uppsetningu á þrettán bílahleðslustöðvum í bílakjallara Hörpu. Einnig var yfir 2.500 ljósum skipt út fyrir LED ljós til að lágmarka orkunotkun og í smærri rýmum voru settir upp eru hreyfinemar. Markmiðið með þessum aðgerðum er að draga úr orkunotkun í húsinu.  Raforkan sem er nýtt í starfsemi Hörpu er frá endurnýjanlegum jarðhita- eða vatnsorkugjöfum.  

Orkunotkun reksturs

Pappírsnotkun 

Tekið var upp rafrænt bókhald í ársbyrjun 2022 og eru nú allir útsendir reikningar á rafrænu formi. Við þessar breytingar hefur pappírsnotkun minnkað um 125 kg á milli ára. Einnig var prenturum á skrifstofu fækkað um helming til að vekja starfsfólk til umhugsunar hvort nauðsynlegt væri að prenta viðkomandi skjal.  

Pappírsnotkun

Flokkun

Harpa er í dag að flokka sitt sorp í 23 flokka í góðu samstarfi við Terra umhverfisþjónustu. Gestum og starfsfólki hússins býðst að flokka í allt frá 3 upp í 5 flokka tunnur allt eftir stærð rýmis sem það er í. Ráðstefnugestir fá þó alltaf 5 flokka tunnur þar sem þeim er oftast nær  boðið upp á veitingar. Enn fremur hefur verið fjarlægður fjöldi tunna úr almenningsrýmum s.s á jarðhæð og á torginu fyrir utan Hörpu. Markmiðið með þessari aðgerð er að gera gesti Hörpu  ábyrgari fyrir rusli og til að minnka kolefnisfótspor í tengslum viðheimsókn sína í Hörpu.   

Á undanförum árum hafa verið gerða töluverðar breytingar á sorpgeymslu Hörpu. Árið 2021 fengu rekstraraðilar sitt svæði í sorpgeymslunni og ábyrgðin á flokkun sett á þeirra herðar.   

Frekari framkvæmdir eru fyrirhugaðar á sorpgeymslunni á árinu 2023, til að bæta aðstöðu til flokkunar og einnig til að bæta ásýnd geymslunnar. 

Flokkunar- og endurvinnsluhlutföll úrgangs eru á uppleið og vert að vekja athygli á að árið 2022 fór endurvinnsluhlutfall Hörpu yfir 50%. 

Flokkun og endurvinnsla

2019

2020

2021

2022

Innkaupastefna

Markmið innkaupastefnu Hörpu er að við innkaup á vörum og þjónustu sé markvissum og skipulögðum vinnubrögðum beitt og farið að lögum og reglum um opinber innkaup. Gæta skal að vistvænum og sjálfbærum rekstri og stuðla að nýsköpun og nýta stafrænar innkaupaleiðir þegar því verður við komið. Leiðarljósin eru jafnræði, gagnsæi og heiðarleiki. Innkaupastefna og tengdar verklagsreglur skulu stuðla að heilbrigðri samkeppni og koma í veg fyrir ómálefnalega mismunun.

Innkaupastefna Hörpu

Þrif

Harpa leggur upp úr því að velja birgja og þjónustuaðila sem uppfylla umhverfissjónarmið. Þjónustufyrirtækið Dagar var valið um að sjá um ræstingu í húsinu. Dagar eru með ISO 14001 sem er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir kröfur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta heildar árangur sinn í umhverfismálum með því innleiða í starfsemi sína umhverfisstjórnunarkerfi. Í því felst að innkaup eru vistvæn, notuð eru umhverfisvottuð efni, úrgangur lágmarkaður og endurvinnsla aukin.

Öll hreinsiefni sem notuð eru í Hörpu eru með Svansmerkinu sem er þekkt og virt umhverfis­vottunarmerki á Norðurlöndunum. Á almenningssalernum hefur handþurrkum verið skipt út fyrir handblásara til að sporna við pappírssóun. Harpa kaupir einungis umhverfisvottaðan salernispappír og handþurrkur.

Vottanir

image

Rík áhersla var lögð á áframhaldandi vinnu við innleiðingu Grænna skrefa í opinberum rekstri og að halda Grænt bókhald. Árið 2022 uppfyllti Harpa öll 5 græn skref Umhverfisstofnunar á Íslandi sem eru lykillinn að vistvænum opinberum rekstri.  Aukin áhersla á sjálfbærni í starfseminni skilaði Hörpu Svansvottun á ráðstefnuaðstöðu sem styrkir samkeppnishæfni hússins í alþjóðlegu samhengi.  

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggir á óháðri vottun og viðmiðum sem staðfestir strangar umhverfis- og gæðakröfur starfseminnar. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins með hag komandi kynslóða að leiðarljósi og bjóða neytendum val um umhverfisvæna kosti.