Árs- og sjálf­bærni­skýrsla 2022

Hlutverk Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. (Harpa) er að vera vettvangur fyrir tónlistar- og menningarlíf sem og hvers konar ráðstefnur, fundi og samkomur, innlendar sem erlendar. Harpa og dótturfélög (samstæðan) annast eignarhald og rekstur tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvarinnar Hörpu við Austurhöfn í Reykjavík, auk tengdrar starfsemi.

Skiptir þetta máli?

image

Með útgáfu á sjálfbærniskýrslu sýnir öflugur stjórnenda- og starfsmannahópur Hörpu skýran ásetning og vilja til að tryggja Hörpu sess á meðal fremstu menningarhúsa heims á sviði samfélagsábyrgðar. Í samfélagi samtímans er árangur ekki aðeins metinn af hljómgæðum í tónleikasal eða myndinni sem birtist í efnahagslegum upplýsingum í ársreikningi. Ímynd og árangur tónlistar og ráðstefnuhúsa ræðst af samtalinu við samfélagið, samtali sem felur í sér miklu víðtækari nálgun en við höfum áður séð.

Lesa ávarp formanns

Verðmæti fyrir samfélagið

image

Tilgangur Hörpu er að skapa menningarleg, efnahagsleg og samfélagsleg verðmæti fyrir eigendur sína, sem eru landsmenn allir. Það gerir félagið með því að rækja hlutverk sitt af metnaði og alúð. Sem heimavöllur og heimssvið tónlistarinnar, framúrskarandi ráðstefnuhús í alþjóðlegri samkeppni og listaverk í almannaeigu ber Harpa ríkar skyldur til að ganga á undan með góðu fordæmi þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð og innleiðingu sjálfbærni í alla þætti starfseminnar.

Lesa skýrslu forstjóra

Samantekt yfir árið

Rekstrarhagnaður

365,2 m. kr.

Tekjur af starfseminni

1,593,5 m. kr.

Fjöldi viðburða

1267

Ráðstefnutengdir viðburðir

452

Tónleikar og listviðburðir

540

Barna- og fjölskylduviðburðir

126

Viðburðir Sinfóníuhljómsveitar Íslands

96

Viðburðir Íslensku óperunnar

15

Afgreiddir aðgöngumiðar

186.000

Fjöldi gesta í Hörpu

yfir 1.000.000

Sjálfbærni

Endurvinnsluhlutfall

50%

5 Græn skref Umhverfisstofnunar

LOKIÐ

Harpa sem ráðstefnuhús

Svansvottað

Hleðslustöðvar í bílakjallara

13