Hátíðir, Reykjavík Early Music Festival, Sígild og samtímatónlist

Verð
4.800 - 5.900 kr
Næsti viðburður
miðvikudagur 1. apríl - 19:00
Salur
Norðurljós
Þó að úthaf skilji Ísland og meginland Evrópu að er landið samtengt álfunni í anda og söng og deilir með henni fornum tónlistarrótum. Sönghópurinn Kyrja kannar tónlistarlandslag 15., 16. og 17. aldar á Íslandi og víðar og flytur messuna ‘Ave maris stella’ eftir Josquin des Prez (um 1450–1521). Messan var samin í Róm kringum árið 1490 og er talin eitt helsta meistaraverk fransk-flæmskrar fjölradda tónlistar. Inni á milli messuþátta hljóma íslensk sálmalög og tvísöngur frá 16. og 17. öld, til að mynda Ó Jesú ljúfasti, Lánið drottins lítum mæta og Anda þinn, Guð, mér gefðu víst.
Tónleikarnir eru um klukkustund, án hlés.
Nánari upplýsingar um Reykjavík Early Music Festival: https://reykjavikearly.is/
Viðburðahaldari
Reykjavík Early Music Festival
Miðaverð er sem hér segir
A
4.800 kr.
A
5.900 kr.
A
4.800 kr.
A
4.800 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

Næstu viðburðir í Hörpu