Hátíðir, Reykjavík Early Music Festival, Sígild og samtímatónlist

Verð
4.800 - 5.900 kr
Næsti viðburður
þriðjudagur 31. mars - 20:30
Salur
Norðurljós
Sópransöngkonan Ruby Hughes og lútuleikarinn Jonas Nordberg halda til Englands á tímum síðendurreisnar og barokks og flytja söngljóð eftir John Dowland, Henry Purcell og Robert Johnson.
Ást þeirra á stilltum og einkalegum hljóðheimi tónlistar frá öld Elísabetar I. drottningar færði Ruby Hughes og Jonas Nordberg saman. Þau hafa hljóðritað plötu í slíkum anda sem kemur út á vegum BIS-útgáfunnar á fyrstu vikum ársins 2026. Efnisskrá tónleikanna sækja þau á þessa skífu. Einnig hljóma söngljóð eftir nútímatónskáldin Errollyn Wallen og Cheryl Frances-Hoad sem samin eru við kvæði og texta úr leikritum Shakespeares.
Lengd tónleika um klukkustund, án hlés.
Nánari upplýsingar um Reykjavík Early Music Festival: https://reykjavikearly.is/
Viðburðahaldari
Reykjavík Early Music Festival
Miðaverð er sem hér segir
A
4.800 kr.
A
5.900 kr.
A
4.800 kr.
A
4.800 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

Næstu viðburðir í Hörpu