Sígild og samtímatónlist, Sígildir sunnudagar, Tónlist
Verð
4.500 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 15. febrúar - 16:00
Salur
Norðurljós
Ástin, ástin! Er eitthvað sem hefur veitt skáldum ljóða og hljóða meiri innblástur en ástin? Það skiptir ekki máli hvenær eða hvar, ástin er jafnt til staðar í tónverkum frá 19. öld eins og deginum í dag. Rómantíkin svífur yfir vötnum á þessum tónleikum sem innihalda gömul og ný tónverk innblásin af ástarbréfum, -ljóðum og -ljósmyndum, nostalgíu, þrá og fegurð svo eitthvað sé nefnt.
Strengjatríóið Tríó Sól fær til liðs við sig tvo góða vini - söngkonuna Hönnu Ágústu Olgeirsdóttur og sellóleikarann Þórdísi Gerði Jónsdóttur og heldur vinalegustu og rómantískustu tónleika sína til þessa. Á fiðlur leika Emma Garðarsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir, og á víólu leikur Þórhildur Magnúsdóttir.
Efnisskrá
Eugene Ysaye (1858 - 1931): Le Londres
II. Allegretto ma poco Lento
Marianna Filippi (1992 - ): Notes to Myself - frumflutningur
Tríó og söngur
Samuel Barber (1910 - 1981): Dover Beach Op. 3
Strengjakvartett og söngur
- hlé -
Gustav Holst (1874 - 1934): Fjögur lög fyrir fiðlu og söngrödd, Op. 35
I. Jesu Sweet
II. My soul has nought but fire and ice
III. I Syng of a Mayden
IV. My Leman is so true
Arvo Pärt (1935 - ): Es Sang vor langen Jahren
Fiðla, víóla og söngur
Caroline Shaw (1982 - ): Punctum
Strengjakvartett
Áætluð lengd tónleikanna er um 75 mínútur, með hléi
Almennt miðaverð er kr. 4500, en námsmönnum og eldri borgurum býðst að kaupa miðann á kr. 3500 í miðasölu Hörpu.
Viðburðahaldari
Tríó Sól
Miðaverð er sem hér segir
A
4.500 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Næstu viðburðir í Norðurljósum