Óperudagar 2025, Sígild og samtímatónlist, Sígildir sunnudagar, Tónleikar

Event poster

Óperu­dagar á Sígildum sunnu­dögum: Ómur úr norðri

Miðasala hefst 1. september - kl. 10:00
Miðasala hefst 1. september - kl. 10:00
Miðasala hefst 1. september - kl. 10:00
Miðasala hefst 1. september - kl. 10:00
Miðasala hefst 1. september - kl. 10:00
Miðasala hefst 1. september - kl. 10:00
Miðasala hefst 1. september - kl. 10:00
Miðasala hefst 1. september - kl. 10:00
Miðasala hefst 1. september - kl. 10:00
Miðasala hefst 1. september - kl. 10:00
Miðasala hefst 1. september - kl. 10:00
Miðasala hefst 1. september - kl. 10:00
Miðasala hefst 1. september - kl. 10:00

Verð

3.900 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 26. október - 16:00

Salur

Norðurljós

Þrjátíu ungir söngvarar frá öllum Norðurlöndunum koma saman í norrænum óperukór, þriðja árið í röð, en verkefnið hefur aldrei verið stærra! Í ár voru tvö verk samin sérstaklega fyrir kórinn af þeim Maximilian Leicher og Þórunni Grétu Sigurðardóttur og stjórnandi kórsins er Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir.

Kórinn heldur tónleika á Nordic Song Festival í Svíþjóð, óperuhátíðinni í Herning í Danmörku, ásamt Sinfóníuhljómsveit Árósa, og lýkur ferðalagi sínu með tónleikum í Hörpu á Óperudögum í Reykjavík á Sígildum sunnudögum í samstarfi við Hörpu. Þar kemur kórinn fram með kammersveitinni Elju og sópransöngkonunni Kristínu Einarsdóttur Mäntylä. Á efnisskránni er tónlist úr norrænum óperum í nýjum hljómsveitarumritunum Jóhanns G. Jóhannssonar, auk verka eftir Wagner, Verdi og nýrra verka Þórunnar og Maximilian.

Með starfsemi Young Nordic Opera Choir skapast frábær tækifæri fyrir unga söngvara, og um leið er kórinn vettvangur til að rækta norrænt samstarf í gegnum tónlist. Kórinn er rekinn af Den Jyske Sangskole í Danmörku og er samstarfsverkefni Herning Opera Festival, Nordic Song Festival og Óperudaga.

Stuðnings- og samstarfsaðilar:
A.P. Møller sjóðurinn
Harpa
Tónskáldasjóður RÚV og STEFs
Elja kammersveit

Flytjendur
Kór ungra norrænna óperusöngvara
Elja kammersveit
Kristín Einarsdóttir Mäntylä, mezzósópran
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, stjórnandi

Tónleikarnir eru um 70 mín. án hlés.

Viðburðahaldari

Óperudagar

Miðaverð er sem hér segir

A

3.900 kr.

Dagskrá

sunnudagur 26. október - 16:00

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

a large auditorium filled with rows of chairs and purple lights .

Næstu viðburðir í Norðurljósum