Kór, Ókeypis viðburður, Tónlist

Event poster

Þori, get og vil | Graduale Nobili

Verð

0 kr

Næsti viðburður

föstudagur 24. október - 17:30

Salur

Hörpuhorn

Graduale Nobili heldur tónleika í Hörpuhorni í tilefni Kvennaárs 2025.

Á efnisskrá eru fjölbreytt kórverk eftir Jórunni Viðar, Mist Þorkelsdóttur, Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Eygló Höskuldsdóttur Viborg og fleiri. Stjórnandi kórsins er Sunna Karen Einarsdóttir.

Tónleikarnir eru um ein klukkustund, án hlés. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

---

Kórinn Graduale Nobili er skipaður 20 meðlimum á aldrinum 18 –30 ára sem öll hafa lagt stund á tónlistarnám. 
Graduale Nobili hefur hlotið verðlaun í alþjóðlegum kórakeppnum víða um heim og frumflutt fjölda verka eftir bæði íslensk og erlend tónskáld. Kórinn vakti mikla athygli þegar hann söng á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophilia, og fylgdi henni á tónleikaferðum í tæpa tvo vetur. Árið 2014 voru jólatónleikar kórsins sýndir í sjónvarpi bæði á RÚV og víða um Evrópu, og árið 2017 söng kórinn með hljómsveitinni Fleet Foxes í Eldborg á Iceland Airwaves. Kórinn hefur einnig gefið út nokkrar plötur, m.a. In paradisum (2008) Ten Years (2010), A Ceremony Of Carols - Dancing Day (2011) og Vökuró (2022).

Graduale Nobili var stofnaður árið 2000 af Jóni Stefánssyni (1946 - 2016), fyrrum organista og kórstjóra við Langholtskirkju. Kórinn fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og hélt afmælistónleika í maí síðastliðnum þar sem kórinn frumflutti meðal annars nýtt verk eftir Eygló Höskuldsdóttur Viborg, fyrrum meðlim í kórnum. 

Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

föstudagur 24. október - 17:30

Hörpuhorn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

the inside of a large building with a lot of windows and chairs .

eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn