Kammersveit Reykjavíkur, Sígild og samtímatónlist, Sígildir sunnudagar, Tónlist
Verð
4.500 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 19. október - 16:00
Salur
Norðurljós
Fyrstu tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur starfsárið 2025-2026 eru helgaðir tónlist Jóns Nordals. Hann var á meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forvígismaður í íslensku tónlistarlífi á síðari hluta 20. aldar. Á tónleikunum leikur Kammersveitin nokkur af kammerverkum Jóns, þar á meðal Tríó fyrir blásara, Ristur fyrir klarinett og píanó, píanótríóið Andað á sofinn streng og Grímu sem Jón Nordal samdi sérstaklega fyrir Kammersveitina og frumflutt var árið 2002
Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð 1974 í því augnamiði að gefa áheyrendum kost á reglulegum tónleikum með kammertónlist og um leið hljóðfæraleikurunum tækifæri til að glíma við áhugaverð verkefni. Óhætt er að fullyrða að Kammersveit Reykjavíkur hafi tekist ætlunarverk sitt því hún hefur átt fastan sess í tónlistarlífi höfuðborgarinnar æ síðan. Sveitin hefur frumflutt fjölda íslenskra og erlendra verka sem samin hafa verið fyrir hana og ennfremur staðið fyrir íslenskum frumflutningi þekktra erlendra verka. Kammersveit Reykjavíkur hefur í gegnum tíðina einnig lagt áherslu á hljóðritun og útgáfu íslenskra tónverka. Ennfremur hefur sveitin gefið út geisladiska með klassískum verkum m.a. Brandenborgarkonserta Bachs, en fyrir þá útgáfu hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin 2003. Kammersveit Reykjavíkur hefur tvívegis verið tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs; árin 2005 og 2015. Platan Windbells kom út á vegum Sono Luminus árið 2022, en þar leikur Kammersveitin verk eftir Huga Guðmundsson. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins og sveitin sem flytjandi ársins.
Almennt miðaverð er kr. 4500, en eldri borgurum, öryrkjum og námsmönnum bjóðast afsláttarkjör í miðasölu Hörpu. Aðgangur er ókeypis fyrir 12 ára og yngri.
Viðburðahaldari
Kammersveit Reykjavíkur
Miðaverð er sem hér segir
A
4.500 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Næstu viðburðir í Norðurljósum