börn og fjölskyldan, fjölskyldan, kór, ókeypis viðburður

Garðakórinn syngur í Hörpu­horni

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 9. júní - 14:30

Salur

Hörpuhorn

Garðakórinn er blandaður kór eldri borgara í Garðabæ. Kórinn var stofnaður af 15 manns árið 2000 en með árunum hefur fjölgað í kórnum og nú eru kórfélagar að nálgast 50.
Kórinn æfir vikulega yfir vetrarmánuðina, fer í heimsóknir og syngur á dvalarheimilum og heldur tónleika. Á hverju vori fer kórinn ennfremur í ferðalög innanlands.
Á efnisskrá kórsins er fjölbreytt úrval nýrra og gamalla kórlaga sem mörg hver hafa verið raddsett fyrir kórinn.
Kórstjóri Garðakórsins er Jóhann Baldvinsson.

Viðburðahaldari

Garðakórinn

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

sunnudagur 9. júní - 14:30