23. mars 2022, 00:00
Samstöðutónleikar með Úkraínu
Sinfóníuhljómsveitar Íslands ásamt dagskrá í Hörpuhorni.

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur sérstaka samstöðutónleika með úkraínsku þjóðinni fimmtudaginn 24. mars kl. 19:30 í Eldborg. Miðasala rennur óskipt til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu.
Meistaraverk eftir þrjú af dáðustu tónskáldum sögunnar hljóma á þessum tónleikum ásamt verki eftir úkraínska tónskáldið Valentin Silvestrov. Hljómsveitarstjóri er Kornilios Michailidis og einleikari er Simos Papanas, einn fremsti fiðluleikari Grikklands. Einsöngvari er Hildigunnur Einarsdóttir og kynnir er Halla Oddný Magnúsdóttir. Kór Íslensku óperunnar syngur í himnastiganum í hléi.
Á undan tónleikunum koma framúrskarandi tónlistarmenn fram í Hörpuhorni og leika til stuðnings Úkraínu. Aðgangur er ókeypis á tónlistarflutning í Hörpuhorni og allir velkomnir.
Dagskrá í Hörpuhorni
17:30—18:00 Maxímús Músíkús býður til fjölskyldustundar með Dúó Stemmu.
18:00—18:20 Mikolaj Ólafur Frach, píanóleikari flytur Sónötu í b-moll op. 35 eftir Chopin.
18:20—18:40 Violetta: Alexandra Chernyshova, sópran og Rúnar Þór Guðmundsson, tenór flytja söngdagskrá ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara.
18:40—19:00 Blásarahópur Sinfóníuhljómsveitar Íslands leikur dægurperlur.
19:00—19:20 Íslenska óperan: Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran og Elena Postumi píanóleikari.
Afþreying fyrir börn og fjölskyldur
Harpa býður börnum og fjölskyldum þeirra á gagnvirku sýninguna milli kl. 18-19, gestum að kostnaðarlausu. Hljóðhimnar, barna- og fjölskyldurýmið, verður opið lengur þennan dag eða til kl. 19:00 og sem fyrr er aðgangur gjaldfrjáls. er upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur þar sem hægt er að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna á einstakan hátt.
Veitingasala
Allur ágóði af veitingasölu og veitingastaðanna La Primavera og Hnoss í Hörpu frá kl. 17-22 á tónleikadegi mun einnig renna til hjálparstarfsins.
.Listaverkauppboð
Listval á fyrstu hæð verður með uppboð á listaverkum þar sem allur ágóði rennur til styrktar málefninu. Uppboðið byrjar fimmtudaginn 24. mars kl. 18.00 og stendur yfir til 31. mars. Hægt verður að sjá öll verkin í Listvali í Hörpu þessa daga en uppboðið sjálft fer fram á
Njótum samverustundar í Hörpu og leggjum í leiðinni okkar af mörkum til stuðnings úkraínsku þjóðinni.
Þeim sem vilja leggja málefninu lið er bent á á reikning neyðarsöfnunarinnar Þroskahjálpar:
Kennitala: 521176-0409
Reikningsnúmer: 526-26-5281