11. desember 2025
Harpa hlýtur Travellers’ Choice verðlaun Tripadvisor 2025
Harpa hefur verið á verðlaunalista Tripadvisor ár hvert frá árinu 2015.

Harpa er stolt af því að hljóta Travellers’ Choice verðlaun Tripadvisor fyrir árið 2025, sem staðfestir þá frábæru upplifun sem gestir Hörpu alls staðar að úr heiminum lýsa í umsögnum sínum.
Harpa hefur verið á verðlaunalista Tripadvisor ár hvert frá 2015. Allt frá því að hljóta Certificate of Excellence árin fyrir 2020 og yfir í Travellers’ Choice verðlaunin á síðari árum.
Sem fallega hönnuð og margverðlaunuð bygging gegnir Harpa mikilvægu hlutverki í íslenskri ferðaþjónustu og er eitt helsta kennileiti höfuðborgarsvæðisins, sem laðar að sér þúsundir gesta ár hvert. Harpa er staðráðin í að halda áfram að skapa framúrskarandi upplifun fyrir hvern einasta gest sem heimsækir húsið.