Hátíðir, Reykjavík Early Music Festival, Sígild og samtímatónlist

Verð
5.600 - 6.900 kr
Næsti viðburður
þriðjudagur 31. mars - 19:00
Salur
Norðurljós
Verið velkomin á opnunartónleika Reykjavík Early Music Festival árið 2026. Barokkbandið Brák og kórinn Cantoque Ensemble taka höndum saman á ný og flytja verk eftir Avison og Händel í bland við íslensk þjóðlög.
Fyrst hljómar Concerto grosso eftir Englendinginn Charles Avison (1709-1770) sem hann byggði á sónötu fyrir hljómborð eftir Domenico Scarlatti (1685-1757). Þá verður spunnið um íslensk þjóðlög þar sem baðstofan mætir barokkinu. Loks verður flutt tónsetning Georgs Friedrichs Händels (1685-1759) á 110. Davíðssálmi, Dixit Dominus, sem hann samdi liðlega tvítugur þegar hann dvaldi á Ítalíu og varð svo ofurvinsæll meðal þarlendra fyrir verk sín að hann varð nefndur ‘il caro Sassone’ - Þjóðverjinn þokkafulli.
Lengd tónleika um klukkustund, án hlés.
Nánari upplýsingar um Reykjavík Early Music Festival: https://reykjavikearly.is/
Viðburðahaldari
Reykjavík Early Music Festival
Miðaverð er sem hér segir
A
5.600 kr.
A
6.900 kr.
A
5.600 kr.
A
5.600 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

Næstu viðburðir í Hörpu