Heiðurstónleikar, Rokk og popp, Tónlist

Verð
5.990 - 15.990 kr
Næsti viðburður
föstudagur 1. maí - 20:00
Salur
Eldborg
The Barricade Boys með Broadway partí
The Barricade Boys, vinsælasti söngleikjasönghópur Bretlands um þessar mundir, mæta til Íslands í framhaldi af uppseldri tónleikaferð um Bretland og Bandaríkin.
Sveitin samanstendur af fjórum ungum söngvurum sem allir hafa komið fram í söngleiknum Les Misérables. Þeir koma nú í fyrsta sinn fram á Íslandi og með þeim á sviðinu í Hörpu verður Kerry Ellis sem er ein þekktasta söngkona West End. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Elphaba i hinum þekkta söngleik Wicked á West End og Broadway auk þess að vera í aðalhlutverkinu í fjölda annarra söngleikja eins og Cats, Oliver, Miss Saigon, We Will Rock You og Les Misérables.
Kerry Ellis hefur unnið í mörg ár með Brian May, gítarleikara Queen, og saman hafa þau farið í fjölda tónleikaferðalaga um Bretland og Bandaríkin. Brian May lýsir Kerry sem ,,fallegustu rödd" Bretlands.
Saman munu þessir frábæru flytjendur búa til magnaða kvöldskemmtun. Frá tilfinningaþrunga Les Misérables til upplífgandi samhljómsins í Jersey Boys og hækkandi kraftsins í Wicked munu The Barricade Boys og Kerry Ellis fara með þig í tónlistarferðalag sem er engu öðru líkt. Þegar við bætast margir af bestu popp- og rokksmellum allra tíma auk bestu sveiflu- og Motown laganna þá ertu með fullkomið Broadway partí.
Auk frábærra söngradda og flottra dansatriða hafa The Barricade Boys margar skemmtilegar sögur að segja frá tíma þeirra á sviðinu víða um heim auk þess sem þeir hafa komið fram í mörgum af stærstu söngleikjum á West End í London m.a. Mamma Mia, The Book of Mormon, Billy Elliott, The Phantom of the Opera, The Sound of Music, Joseph and the Amazing Technicolour Dreamcoat auk margra fleiri. Þeir munu búa til frábæra stemmningu og skemmtilega nánd með íslenskum áhorfendum.
Njóttu töfrandi kvöldskemmtunar sem þú munt aldrei gleyma með The Barricade Boys í Broadway partíinu þeirra!
***** “Incredible voices and outstanding musical magic!”
Elaine Paige, BBC Radio 2, UK
Viðburðahaldari
Jamboree Entertainment
Miðaverð er sem hér segir
A
14.990 kr.
B
11.990 kr.
C
9.990 kr.
D
7.990 kr.
E
5.990 kr.
X
15.990 kr.
Dagskrá
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fyrirlestra.

Næstu viðburðir í Hörpu