Rokk og popp, Tónlist
Verð
5.900 - 16.900 kr
Næsti viðburður
föstudagur 6. mars - 20:00
Salur
Eldborg
Hljómsveitirnar HAM og Apparat Organ Quartet troðfylltu Eldborg fyrr á þessu ári undir samheitinu HAMPARAT. Það má fullyrða að þeir sem voru viðstaddir þennan samruna séu enn að jafna sig. Gagnrýnendur voru á einu máli um að sjaldan hefði Eldborg verið nærri því að standa undir nafni og breyst í "vélrænt helvíti, og það var unaðslegt", eins og Jónas Sen skrifaði svo eftirminnilega í fimm stjörnu dómi sínum á Vísi. Hann bætti við: "Ég veit ekki hvort ég get mælt með þessu. Ég veit ekki heldur hvort ég vil að þetta gerist aftur. En ef það gerist - þá verð ég mættur. Ekki af því ég vil það, heldur af því ég get ekki annað". "Hamparat sýndu fram á að tónlist getur verið meira en list - hún getur verið vopn" - "Þetta var árás á eðlilega skynsemi og hún heppnaðist fullkomlega". HAMPARAT hefur nú ákveðið að gleðja landsmenn með því að glæða aftur eldinn í Eldborg þann 6. mars n.k.
Viðburðahaldari
SKYN ehf
Miðaverð er sem hér segir
A
14.900 kr.
B
12.900 kr.
C
9.900 kr.
D
7.900 kr.
E
5.900 kr.
X
16.900 kr.
Dagskrá
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fyrirlestra.
Næstu viðburðir í Eldborg