Listahátíð, Sígild og samtímatónlist, Tónlist

Event poster

Hildur Guðna­dóttir - Where to From

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

7.500 - 11.900 kr

Næsti viðburður

laugardagur 6. júní - 20:00

Salur

Silfurberg 2

Where to From er pantað af Listahátíð í Reykjavík, Barbican Centre, Vienna Konzerthaus og Holland Festival. Auk Hildar, sem syngur og leikur á selló, koma fram Liam Bryne sem leikur á víólu da gamba, söngkonurnar Jessika Kenney og Else Torp, víóluleikarinn Eyvind Kang og sellóleikarinn Claire O’Connell. Um ljósahönnun sér Theresa Baumgartner og hljóðhönnun er í höndum Francesco Donadello.

Laugardaginn 6. júní kl. 20:00 fara fram tónleikar í Silfurbergi í Hörpu þar sem Hildur ásamt hljómsveit flytur í fyrsta sinn á Íslandi verkið Where to From ásamt eldra efni. Um verkið segir Hildur:

„Ég er nánast með stöðugan straum af tónlist í höfðinu. Stundum tek ég strauminn upp og er hann þá eins konar skjáskot af tilfinningum mínum á þeim tímapunkti. Where to From er hljóðdagbókin mín. Ég hlakka til að opna hana fyrir áheyrendum í Hörpu ásamt góðum vinum”.

Hildur Guðnadóttir er hátíðarlistamaður Listahátíðar í Reykjavík 2026. Þrír viðburðir verða á dagskrá hátíðarinnar þar sem tónlist Hildar er í fyrirrúmi.

„Þakklæti er mér efst í huga þegar kemur að því að vera hátíðarlistamaður Listahátíðar í Reykjavík. Það er mikill heiður að koma heim og deila með landsmönnum brot af því sem ég hef verið að fást við á undanförnum áratugum. Ég hlakka til að flytja glænýja tónlist með góðum vinum sem ég mun ferðast með og flytja víðsvegar um heiminn á næstu árum.“ sagði Hildur.

Eldri borgarar, öryrkjar og ungmenni undir 25 ára fá 10% afslátt. Bóka þarf í gegnum miðasölu Hörpu.

Viðburðahaldari

Listahátíð í Reykjavík

Miðaverð er sem hér segir

A

11.900 kr.

B

9.900 kr.

C

7.500 kr.

Dagskrá

Næstu viðburðir í Silfurbergi 2