Fjölskyldudagskrá Hörpu, Menningarnótt, Reykjavík Culture Night

Event poster

Hljóð­himnar | Harpa á Menn­ing­arnótt

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 23. ágúst - 13:00

Salur

Harpa

Í Hljóðhimnum slær hjarta barnamenningar í Hörpu. Hljóðhimnar verða opnir á Menningarnótt. Aðgangur er ókeypis. 

Athugið að á álagstímum getur reynst nauðsynlegt að koma á aðgangsstýringu í Hljóðhimnum. Þá er börnum ekki hleypt inn í rýmið nema í fylgd með fullorðnum. Hámarksfjöldi í einu er 30.

--

Hljóðhimnar eru forvitnileg, litrík og hlýleg umgjörð um undraheim hljóðs og tóna þar sem öll hönnun miðar að því að fræða í gegnum leik. Skipulag rýmisins er innblásið af eyranu og líffærafræðilegum formunum sem eru að finna í hlustinni, eins og t.d. kuðungnum..

Hægt er að setja sig í stellingar hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hjúfra sig upp að vögguvísum og sönglögum Íslensku óperunnar, kíkja inn í músaholur eins og Maxímús Músíkús, sigla um tónlistarinnar höf með Tónstýri Stórsveitar Reykjavíkur og margt fleira.

Ein af afmælisgjöfunum á 10 ára afmæli Hörpu 2021 var hönnun á nýju rými sérstaklega hugsað fyrir börn og fjölskyldur. Sinfóníuhljómsveit Íslands, og Stórsveit Reykjavíkur, sem eiga sitt fasta aðsetur í Hörpu, og Íslenska óperan voru meðal þeirra sem lögðu sitt af mörkum til þess að skapa einstakt upplifunarferðalag um töfraheim hljóðs og tóna. Rýmið hlaut hið fallega nafn Hljóðhimnar og er staðsett á jarðhæð í Hörpu. Þverfaglega hönnunarteymið ÞYKJÓ leiddi hönnunarferlið í samstarfi við Hörpu, Gagarín, Vísindasmiðjuna, Reykjavík Audio, IRMA, fyrrnefnda íbúa hússins og síðast en ekki síst Krakkaráð ÞYKJÓ.


Viðburðahaldari

Dægurflugan

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

laugardagur 23. ágúst - 13:00

Næstu viðburðir í Harpa