Börn og Fjölskyldan, Kvikmynda tónleikar, Menningarnótt

Event poster

Gaman­sagan um Carmen með Miller-Porfiris dúettnum | Harpa á Menn­ing­arnótt

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 23. ágúst - 13:00

Salur

Norðurljós

Miller-Porfiris dúettinn, skipaður Anton Miller fiðluleikara og Ritu Porfiris víóluleikara, býður upp á lifandi tónlistarflutning við lítt þekkta kvikmyndaperlu eftir Charlie Chaplin. A Burlesque on Carmen er frá árinu 1915, gamansöm og ljúfsár útlegging Chaplin á dramatískum efnivið. Sjálfur leikur Chaplin eina aðalpersónuna, hermanninn Don José en Edna Purviance er í hlutverki Carmenar. Tónlistin er sótt í samnefnt meistaraverk franska tónskáldsins George Bizets frá árinu 1875 en útsetningar fyrir fiðlu og víólu eru eftir Ritu Porfiris.

Viðburðurinn fer fram í Norðurljósum og tekur um 45 mínútur.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Aðgengi er gott.

--

Bandaríski fiðluleikarinn Anton Miller á að baki glæsilegan feril sem fiðlueinleikari og túlkandi kammertónlistar. Samhliða hefur hann gegnt stöðu konsertmeistara við Lincoln Symphony Orchestra og starfað sem prófessor í fiðluleik við The Hartt School auk listrænnar stjórnunar við tónlistarhátíðir og kennslu víða um heim. Miller lauk mastersgráðu í fiðluleik frá Juilliard-skólanum í New York þar sem hann nam hjá Dorothy DeLay, Felix Galimir og meðlimum Juilliard-kvartettsins. Áður nam hann fiðluleik við Indiana háskólann hjá Franco Gulli.  

--

Bandaríski víóluleikarinn Rita Porfiris er margverðlaunuð tónlistarkona og á að baki tilkomumikinn feril sem einleikari og flytjandi kammertónlistar auk þess að hafa starfað um langt skeið sem víóluleikari með Sinfóníuhljómsveitinni í Houston. Hún hefur gegnt prófessorstöðu við The Hartt School og kennt við New York University og fleiri menntastofnanir í Bandaríkjunum. Hún nam víóluleik við Juilliard skólann þar sem hún naut leiðsagnar William Lincer auk Paul Doktor, Norbert Brainin og Harvey Shapiro. Rita Porfiris gegnir nú stöðu uppfærslumanns (annars leiðara) við víóludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

--  

Miller-Porfiris dúettinn er skipaður Anton Miller fiðluleikara og Ritu Porfiris víóluleikara en dúettinn hefur starfað saman frá árinu 2005, sent frá sér rómaðar breiðskífur og frumflutt fjöldann allan af verkum sem samin hafa verið sérstaklega fyrir þau. Þau hafa komið fram á tónleikum víða um heim og um árabil boðið upp á vinsæla viðburði þar sem þögul meistaraverk kvikmyndasögunnar eru sýnd við lifandi undirleik dúettsins. Þetta eru fyrstu tónleikarn dúettsins af þessum toga á Íslandi. 




Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

laugardagur 23. ágúst - 13:00

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

a large auditorium filled with rows of chairs and purple lights .

Næstu viðburðir í Norðurljósum