23. janúar 2024

Tækni­fólk í skap­andi greinum

hélt fyrsta Bransadaginn í Hörpu

Fagfólk í tæknimálum, lýsingar-, hljóð og myndlausnum auk sérfræðinga í sviðstækni, kvikmyndagerð og sjónvarpsframleiðslu komu saman á bransadeginum sem haldinn var í fyrsta sinn mánudaginn 8. janúar í Hörpu.

Mikið var lagt upp úr dagskránni og fluttu 20 innlendir sem erlendir sérfræðingar á heimsmælikvarða erindi um nýjungar í tæknimálum skapandi greina Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús, FTF og Rafmennt stóðu að deginum en samstarfsaðilar og sýnendur voru Luxor, Exton, Atendi og Sonik.

Umræðuefnin voru meðal annars gervigreind í hljóð- og ljósastýringu, andleg heilsa í geiranum og mikilvægi þess að auka fjölbreytni og jafSviðsna hlutfall kynja meðal tæknifólks. Auk þess var sýningarsvæði með helstu tækninýjungum.

Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og töldu gestir á þriðja hundrað talsins. Mikil ánægja var með framtakið og ákveðið hefur verið að halda daginn árlegan.

Vefur Bransadagsins

Fréttir